Gliese 581 d

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gliese 581 d er fjarreikistjarna á sporbaug um stjörnuna Gliese 581. Hún uppgötvaðist þann 27. apríl 2007 og er í um 20,5 ljósára fjarlægð frá jörðu. Hún er af stærðartegundinni súperjörð og er berghnöttur. Eins og með Gliese 581 c var haldið að þar gæti þrifist líf. Eftir frekari rannsóknir kom í ljós að plánetan væri of köld, mjög lík Mars. Árið á plánetunni er 66 dagar.