Geirfugladrangur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geirfugladrangur var drangur sem var úti fyrir Reykjanesi, tíu sjómílur suðvestur af Eldey, Reykjanesi en hrundi 22. mars 1972.

Drangurinn var um tíu metra hár og sást í ratsjá en eftir að hann hrundi varð þarna hættulegt blindsker, enda sást hann þá aðeins í rennisléttum sjó og stórstraumsfjöru. Þetta er stök strýta sem rís upp af hafsbotninum en 130 metra dýpi er víðast hvar í kringum dranginn og þar eru fengsæl fiskimið og fjölfarin siglingaleið.

Breski sjóherinn notaði dranginn sem skotmark til æfinga á stríðsárunum og hrundi þá nokkuð úr honum og bandarískir flugmenn héldu þeirri iðju áfram síðar. Alþingi samþykkti árið 1959 að reisa radíóvita á dranginum en af því varð aldrei.

Drangurinn er enn einn af grunnlínupunktum landhelginnar en erlendar þjóðir hafa gert kröfu um að hann verði aflagður ásamt Eldeyjardrangi.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Eitt hættulegasta blindsker við landið. Morgunblaðið, 26. mars 1972“.
  • „Alþingi ákveður að reistur skuli viti á Geirfugladrangi. Þjóðviljinn, 15. maí 1959“.