Galeiða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Frönsk Galeiða - málverk eftir Abraham Willaerts, frá 17. öld

Galeiða var grunnskreitt ein-, tví eða þrímastrað kaup- eða herskip. Þau voru knúin latínuseglum og flóknu árakerfi með allt að 70 árum á hvort borð. Ræðarar voru oft refsifangar. Galeiður voru með sérstaka vígtrjónu til að brjóta árabúnað og skipsboli óvinaskipa.

Galeiður voru algengar við Miðjarðarhafið frá 3. árþúsundi f.Kr. og allt fram á 18. öld. Það voru Grikkir og Föníkumenn sem smíðuðu fyrstu þekktu skipin.