Frumbjarga lífvera

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frumbjarga lífvera er lífvera sem getur framleitt þau lífrænu efni sem hún þarf.[1] Frumbjarga lífverur fá kolefnið, sem þarf í lífrænu efnin, úr koldíoxíði. Orkuna fá þær flestar frá sólinni, en þá kallast þessi efnaframleiðsla ljóstillífun. Sumar bakteríur geta þó notað efni eins og vetnissúlfíð eða járn(II)sambönd sem orkuuppsprettu, og nefnist framleiðslan þá efnatillífun.

Sumar lífverur geta nýtt sér orku úr ljósi eða ólífrænum efnum, en þurfa að fá kolefni úr lífrænum efnum. Þær eru ekki flokkaðar sem frumbjarga lífverur, heldur ófrumbjarga.

Ófrumbjarga lífverur eru háðar hinum frumbjarga, þar sem öll lífræn efni eru upprunnin hjá þeim síðarnefndu.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á frumbjarga og ófrumbjarga lífverum?“. Vísindavefurinn 6.4.2009. http://visindavefur.is/?id=51535. (Skoðað 6.4.2009).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hver er munurinn á frumbjarga og ófrumbjarga lífverum?“. Vísindavefurinn.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.