Fritillaria collina
Fritillaria collina | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Fritillaria collina Adams | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Fritillaria lutea M.Bieb. |
Fritillaria collina[1][2] er tegund laukplantna af liljuætt[3], ættuð frá Kákasus.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Fritillaria collina er laukplanta, sem verður 12 til 20 (sjaldan að 35) sm há. Blöðin eru glansandi græn og mjó lensulaga eða þráðlag. Neðri blöðin eru um það bil 10 × 1,5 sentimetrar, þau efri 7 til 8 × 0,3 til 0,6 sentimetrar. Krónublöðin eru brennisteinsgul og með fjólubláu tígulmynstri. Ytri krónublöðin eru 30 til 55 × 8 til 14 millimetrar, þau innri 10 til 20 millimetrar að breidd.
Blómgunartíminn er frá apríl fram í maí.
Litningatalan er 2n = 24.[4]
Uppruni og búsvæði
[breyta | breyta frumkóða]Fritillaria collina vex í Kákasus og suður-kákasus við jaðar laufskóga, í birki-kjarri (krummholz), á fjallaengjum og milli steina í 1700 til 4500 metra hæð.
Nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Tegundin er einstöku sinnum ræktuð í görðum sem skrautplanta.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ F. Weber & D.M.H.Mohr (eds.), 1805 In: Beitr. Naturk. 1: 50
- ↑ „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist“. Species 2000: Reading, UK. 2014.
- ↑ WCSP: World Checklist of Selected Plant Families
- ↑ Tropicos. [1]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Eckehart J. Jäger, Friedrich Ebel, Peter Hanelt, Gerd K. Müller (Hrsg.): Exkursionsflora von Deutschland. Begründet von Werner Rothmaler. Band 5: Krautige Zier- und Nutzpflanzen. Springer, Spektrum Akademischer Verlag, Berlin/Heidelberg 2008, ISBN 978-3-8274-0918-8.