Fara í innihald

Frank Ocean

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frank Ocean
Andlitsmynd af Frank Ocean
Ocean árið 2021
Fæddur
Christopher Edwin Breaux

28. október 1987 (1987-10-28) (37 ára)
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
  • rappari
  • upptökustjóri
  • ljósmyndari
  • myndlistarmaður
Ár virkur2005–í dag
Tónlistarferill
UppruniNew Orleans, Louisiana, BNA
Stefnur
Hljóðfæri
  • Rödd
  • hljómborð
Útgefandi
Áður meðlimur íOdd Future
Vefsíðablonded.co

Christopher Francis Ocean (f. Christopher Edwin Breaux; 28. október 1987), betur þekktur undir sviðsnafni sínu Frank Ocean, er bandarískur söngvari og lagahöfundur frá New Orleans, Louisiana. Ocean byrjaði feril sinn á því að semja nafnlaust lög fyrir tónlistarmenn eins og Brandy Norwood, Justin Bieber og John Legend. Árið 2010 náðu lögin „Novacane“ og „Swim Good“ gríðalegum árangri og vöktu áhuga hjá tónlistarfólki eins og Kanye West, Beyoncé Knowles og Jay-Z og þar af leiðandi birtust lögin á plötunni Watch the Throne með West og Jay-Z.

Árið 2012 lenti Ocean í öðru sæti á BBC's Sound of 2012-listanum. Fyrsta platan hans Channel Orange sem hann gaf út í júlí 2012 á plötunni voru til dæmis lögin „Thinkin Bout You“, „Lost“ og „Sweet Life“.

Christopher „Lonny“ Breaux fæddist 28. október 1987 í Kaliforníu. Þegar hann var um það bil fimm ára flutti hann til New Orleans, Louisiana. Þegar Frank var unglingur safnaði hann sér pening með því að slá gras, ganga með hunda og þrífa bíla fyrir þá sem vildu, til þess að hann gæti borgað fyrir tíma í stúdíóinu.

Árið 2010 breytti hann nafninu sínu úr Christopher Breaux yfir í Christopher Francis Ocean í gegnum löglega vefsíðu. Ocean var einn af fyrstu afrískættuðu amerísku tónlistarmönnum til þess að viðurkenna samkynhneigð sína.[heimild vantar]