Frómas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frómas með jarðarberjum og karamellu.
Frómas með súkkulaðikurli og ávöxtum.

Frómas er búðingur gerður úr þeyttum eggjum og rjóma með matarlími.[1] Rétturinn er sætur og loftkenndur[2] og oft er ávöxtum líkt og sítrónu og berjum bætt við. Þessi eftirréttur er algengur jólamatur á Íslandi.

Orðið kemur frá hinu franska fromage („ostur“).[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur. 1990.
  2. Íslensk nútímamálsorðabók. Árnastofnun.
  3. „fromasj“. Orðabók norsku akademíunnar (norska). Sótt 16. ágúst 2021.
  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.