Flokkur:Reykjaætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Reykjaætt eru niðjar Eiríks Vigfússonar (15. júní 175722. janúar 1839) bónda og Dannebrogsmanns á Reykjum á Skeiðum og eiginkvenna hans Ingunnar Eiríksdóttur (21. maí 17695. janúar 1794) af Bolholtsætt og Guðrúnar eldri Kolbeinsdóttur (17574. desember 1838). Guðrún var dóttir séra Kolbeins Þorsteinssonar frá Tungufelli í Ytri-hrepp (Hrunamannahrepp), sem orti Gilsbakkaþulu. Fjallar þulan meðal annars um barnið Guðrúnu, sem kemur ríðandi til jólaveislu hjá afa sínum og ömmu á Gilsbakka, þar sem Kolbeinn var um skeið aðstoðarprestur hjá tengdaföður sínum, en bjó vestar í sveitinni.

Heimildir og ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

Áki Pétursson; og fleiri (1987-1990). Reykjaætt á Skeiðum. Sögusteinn, Reykjavík.