Flokkaspjall:Wikipedia:Greinar sem þarf að alþjóðavæða

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Greinin um hrafninn sem flýgur um tæplega hálfa plánetuna byrjar á eftirfarandi setningu: Hrafninn (Corvus corax) er stærsti spörfuglinn á Íslandi og er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru og er algengur um allt land. Hann er staðfugl á Íslandi og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári. Hrafnar eru ákaflega tryggir maka sínum og endist hjúskapur þeirra ævilangt.“. Hér er í um helmingi alls textans verið að tala um hrafnastofninn á Íslandi sem stendur örruglega undir minna en einu prósenti af heildarstofni, ekki nóg með það heldur er í næstu málsgrein talað um að dýrið verpi í apríl sem á örruglega bara við á norðurhveli og að lokum fjallar greinin um íslenskar þjóðsögur í tengslum við dýrið.

Ég er alls ekki að reyna að koma einhverju skoti á Sigatlas sem skrifaði þessa grein með þessum orðum, aðeins að benda á algengt vandamál hér sem einskorðast alls ekki við þessa grein heldur er allalgengt hér. það birtist í öðrum myndum t.d. í greinum sem fjalla um íslands-tengd málefni, oft er alveg gert ráð fyrir því að menn viti hvað sé verið að tala um (sem oft er tilfellið) og því alveg gleymt að útskýra hvað eitthvað er í inngangi.

Ég legg til að búin verði til listi yfir greinar sem þjást af þessu og markvisst verið stefnt að því að laga þær. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 20:16, 7 nóv 2004 (UTC)

Ég er sammála að þetta er vandamál. Íslenska wikipedia á auðvitað að innihalda greinar sem eru almennar eins og þær sem eru á enska hlutanum, á íslensku... það er mikilvægt. Hins vegar vil ég benda á að þegar maður smellir á link sem segir frá því að hrafn hafi etið hrút á bæ við Eyjafjörð er meira relevant í því samhengi að fara inn á síðu um hrafninn á Íslandi sem verpir í apríl, heldur en síðu um Ástralíuhrafninn. Sömuleiðis þegar einhver smellir á biskup á eftir Brynjólfur Sveinsson er meira relevant að sjá eitthvað um biskupsembættið á Íslandi en almena síðu um biskupsembættið. Það væri auðvitað hægt að breyta öllum þessum síðum í _á_Íslandi en þá þarf líka að breyta tenglunum sem um ræðir. Flestar þessar síður eru komnar til einmitt sem framhald af slíkum tenglum og eru viðeigandi í því samhengi sem um ræðir... Er hægt að gera þetta sjálfvirkt t.d. eða með aðgreiningarsíðum? --Akigka 20:35, 7 nóv 2004 (UTC)
Biskupstengillinn á Brynjólfur Sveinsson bendir á Skálholtsbiskupar, svo ætti hrafnsíðan ekki að vera aðgreining nema margar tengundir séu undir því nafni, hún ætti hinsvegar að hafa yfirlit yfir varptíma allstaðar í heiminum og þar á meðal íslandi. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 20:43, 7 nóv 2004 (UTC)
Áttu þá við að greinarnar eigi að vera almennar að upplagi með sérefni fyrir Ísland? Fremur en aðskildar almennar og sértækar? --Akigka 20:45, 7 nóv 2004 (UTC)
Já. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 20:56, 7 nóv 2004 (UTC)