Flokkaspjall:Dagar

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég er nú búinn að vera velta því fyrir mér hvort að í stað þess að segja "Fædd" og "Dáin" á öllum þessum dagsíðum, hvort að þetta ætti ekki frekar að vera "Fæðingar" og "Dauðdagar". Það virðast nú einhverjir karlmenn hafa fæðst og dáið þarna líka þannig að kynjavalið á fyrirsögnunum kemur svolítið skringilega út. Eða er þetta bara svona dæmi um öfugt kynjamisrétti? :-) - Halfdan

Mig grunar nú að þetta sé í hvorugkyni :) --Stefán Vignir Skarphéðinsson 00:14, 10 mar 2005 (UTC)
Sé ekki að þetta skipti neinu máli, þetta getur átt við fæðingardaga og dánardaga frægra persóna almennt, sé ekki neina ástæðu til að vera eltast við einhverja unisex pælingar hérna. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 00:17, 10 mar 2005 (UTC)
Það er sem ég segi. Ég er búinn að búa of lengi erlendis :-) En mér finnst þetta samt lesast svolítið einkennilega. Kannski bara smekksatriði. --Halfdan 00:19, 10 mar 2005 (UTC)
Svo má við það bæta að kynjamisrétti getur verið bæði í garð karla og kvenna og að „öfugt kynjamisrétti“ er ekki til.
Plús það notum við íslenskar gæsalappir („“) hérna. Ég myndi venja mig á þær ef ég væri þú. Þær eru í listanum yfir sérstök tákn fyrir neðan textarammann sem maður notar til að skrifa og breyta greinum. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 00:29, 10 mar 2005 (UTC)
Það er aldeilis. Ég held að ég hugsi mig tvisvar um áður en að ég læt sjá mig hérna aftur. --Hálfdan Ingvarsson 00:35, 10 mar 2005 (UTC)
Hvaða hvaða. Ég var nú bara að benda þér vinsamlegast á þetta :) --Stefán Vignir Skarphéðinsson 00:36, 10 mar 2005 (UTC)
...og ef þú heldur að ég sé eitthvað hex, þá ættirðu að kynnast möppudýrinu okkar. ;) --Stefán Vignir Skarphéðinsson 00:46, 10 mar 2005 (UTC)
Það getur nú enginn verið svo slæmur ef að hann fílar „A Night at the Roxbury“... :-D --Hálfdan Ingvarsson 00:56, 10 mar 2005 (UTC)