Flokkaspjall:Íslenskar konur

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er þetta ekki svolítið skringilegur flokkur? --Akigka (spjall) 3. maí 2017 kl. 10:57 (UTC)[svara]

Jú, fullvíðtækt fyrir íslensku wikipediu.Berserkur (spjall) 3. maí 2017 kl. 12:00 (UTC)[svara]
Legg til að þessum flokki og þar með merkingum inni á öllum þessu fjölmörgu síðum sé eytt. Ég get ekki séð að það að vera kona falli undir flokkunarkerfi wp frekar en að vera karl. Þess fyrir utan er ekki neinstaðar annarstaðar fólk flokkað eftir kynferði neins lands. Það er engin flokkur, „Bandarískar konur,“ né Breskar eða Danskar svo dæmi sé tekið. Bragi H (spjall) 3. september 2019 kl. 22:48 (UTC)[svara]
Ef þetta er tímabundin merking vegna tiltekins verkefnis (t.d. að bæta greinarnar), gæti þetta þá ekki átt rétt á sér? --Akigka (spjall)
Mér finnst þessi flokkur kannski helst til almennur, en er alveg hlutlaus. Enska hefur Category:Icelandic women sem þau flokka niður í Category:19th-century Icelandic women og Category:20th-century Icelandic women writers. – Þjarkur (spjall) 5. september 2019 kl. 22:04 (UTC)[svara]
Ég er líka hlutlaus gagnvart flokknum, en ég myndi ekki eyða honum án þess að leita fyrst mótálits Notandi:Kvk saga, sem hefur bætt honum við á flestar síðurnar. TKSnaevarr (spjall) 5. september 2019 kl. 22:32 (UTC)[svara]
Frekar vel unnin flokkun, hélt að það hlyti að vanta talsvert í þennan breiða flokk en það eru aðeins 37 greinar þar sem kona er skráð Íslendingur á Wikidata og er ekki í þessum flokki. (Skal merkja þær greinar með vélmenni síðar) – Þjarkur (spjall) 5. september 2019 kl. 23:03 (UTC)[svara]

Ég hef dundað mér við að bæta konum í þennan flokk en hélt reyndar að hann hefði verið stofnaður í tengslum við átakið wiki4women sl. vetur en sé nú að hann er mun eldri eða frá 2015. Þetta er vissulega mjög almennur flokkur og nokkuð víðtækur en mér finnst allt í lagi að hafa hann áfram. Sérstaklega ef það er verið að leggja áherslu á að fjölga greinum um konur á íslensku Wikipediu. Kvk saga (spjall) 6. september 2019 kl. 00:11 (UTC)[svara]

Þar sem til er á Ensku wp flokkurinn Icelandic women þá er það eitt og séð ástæða til að halda þessum flokki hér upp á að flokka tenging frá þeim rími við einhvern flokk hjá okkur. En þá er ég jafnframt sammála því, og finnst það eiginlega vera forsenda tilvistar þessa flokks hér, sem er sú sem Enska wp setur í haus flokksins hjá sér, sem er „ This is a container category. Due to its scope, it should contain only subcategories. “ Mér finnst flokkurinn sem „Íslenskar konur“ einn og sér, án undirflokka ekki þjóna neinum tilgangi. Þar sem flokkurinn þannig er bara að flokka fólk eftir kynferði og finnst mér kynferði einstaklinga án nánari útlistunar ekki markvert og um leið mjög umdeilanlegt og þá kvaða kyn sem um ræðir. En á ensku síðunni/flokknum er einmitt bent á það atriði í nánari texti um þennann flokk sem nánast bannar hann sem flokk yfir einstaklinga, en ekki einungis fyrir undirflokka. Textinn er, „Please note that categorisation by gender is acceptable in Wikipedia only in limited circumstances which are set out in Wikipedia:Categorization/Gender, race and sexuality. New categories by gender may be deleted if they do not meet the tests set out in that guideline.
En sem yfirflokkur yfir nánari flokkun og að þessi flokkur innihéldi engin nöfn, bara undirflokka, líst mér ágætlega á eftir að hafa skoðað hvernig sú flokkun er á Ensku wp. Hvað segir þú um það Kvk saga? Finnst þér það ekki eðlilegri aðferð að nota og skýrari eins og gert er á þeirri Ensku. Plús að þessi flokkur hér eins og þeir vísa til er mjög vafasamur að uppfylli reglur. Því flokkurinn eins og hann er núna segir manni ekki neitt nánar um þá einstaklinga sem í honum eru nema kynferði þeirra. Og þar sem ég hef í gegnum tíðina reynt að flokka betur og nánar margar síður og breyta ýmsum flokkum, bæði til þess að á þeim sé eins gott og samræmt skipulag og hægt er, sem og að endurspegla sem best flokkanir á öðrum wp, því mér finnst ekki nóg að við höfum tengla milli síðna, ekki síður flokka, en það hefur mjög oft verið misbrestur á því að flokkun hér hjá okkur endurspegli flokkanir á öðrum wp. Svo bara það eitt og sér að taka þá undirflokka sem nú þegar eru í Ensku wp og flokka konur sem eiga heima í samsvarandi undirflokkum hjá okkur fyndist mér mjög gott ef gert yrði. En þá er ég alsekki að leggja til að þeir eigi að ráða ferðinni hvernig við flokkum, en að minstakosti séu til sambærilegir undirflokkar hjá okkur og ennþá nákvæmari flokkun er þá okkar og þeir geta þá fylgt okkur eftir sem er mun eðlilegra, að því tilskyldu þó að við gerum það vel. Bæði upp á að mér finnst það gild rök fyrir tilvist flokksins sem eingöngu yfirheiti fyrir undirflokka, sem og að flokka sjálf með sama/sambærilegum hætti svo upp á almennt samræmi milli (helst) allra wp'a, þá dreg ég eyðingartilögu mína til baka ef ykkur finnst líka að þetta séu gild rök, sem og að eins og Enska wp bendir á að umdeilanlegt er að flokkurinn eins og hann er í dag standist almennar reglur. Bragi H (spjall) 9. september 2019 kl. 21:45 (UTC)[svara]
Þessi almenni yfirflokkur er kannski skárri en að fara að flokka alla niður í „Íslenskir kvenkyns málfræðingar“, „Íslenskir kvenkyns skólastjórar“ og þar fram eftir götunum. – Þjarkur (spjall) 9. september 2019 kl. 22:25 (UTC)[svara]
Ég lagði til að þessum Flokki yrði eytt. Eftir að hafa skoðað hvernig þetta er á En Wp get ég sæst á að undir ákveðnum kringumstæðum ætti, eða á, flokkurinn rétt á sér. En þó eingöngu þar sem það er mjög skýrt og ljóst afhverju. Frekar en að tíunda hví mér finnst svo, þá er ég sammála því sem kemur frá á En Wp og því er eðlilegast að ég setji afrit af því hér inn. Á síðunni Wikipedia:Categorization/Ethnicity, gender, religion and sexuality segir eftirfarandi varðandi flokkun eftir kyni (e. gender)
„A gender-specific category could be implemented where gender has a specific relation to the topic. For example, Category:Women contains articles such as International Women's Day, Women's studies, and female-specific subcategories. Similarly, Category:Men contains articles such as father, men's studies, boy and human male sexuality, as well as male-specific subcategories. Neither category, however, should directly contain individual women or individual men. [skáletrun mín]
As another example, a female heads of government category is valid as a topic of special encyclopedic interest, though it does not need to be balanced directly against a "Male heads of government" category, as historically the vast majority of political leaders have been male. Both male and female heads of government should continue to be filed in the appropriate gender-neutral role category (e.g. Presidents, Monarchs, Prime Ministers, Governors General). Do not create separate categories for male and female occupants of the same position, such as "Male Prime Ministers of the United Kingdom" vs. "Female Prime Ministers of the United Kingdom".
As most notable organized sporting activities are segregated by gender, sportsperson categories constitute a case where "gender has a specific relation to the topic". As such, sportsperson categories should be split by gender, except in such cases where men and women participate primarily in mixed-gender competition. Example: Category:Male golfers and Category:Female golfers should both be subcategories of Category:Golfers, but Category:Ice dancers should not have gendered subcategories. Category:Male actors and Category:Actresses, and Category:Male models and Category:Female models are also divided by gender.“
Eins og í þessum texta kemur fram, get ég fallist á að flokkurinn Íslenskar konur geti, eða eigi, rétt á sér. En þá eingöngu eins og fram kemur hér að ofan. Það er, þar sem það algerlega augljóst afhverju, Eins og nefnt er sem dæmi, íþróttagreinar sem kept er í í tvennu lagi eftir kyni. Þá er ekkert óeðlilegt og í rauninni mjög eðlilegt að undir til dæmis flokknum Íslenskir knattspyrnumenn (menn í þessu samhengi meint maður = manneskja, en ekki kyn), séu Íslenskar knattspyrnukonur jafnframt flokkaðar sem Íslenskar knattspyrnukonur og sá sérflokkur flokkaður nánar undir Íslenskir knattspyrnumenn annarsvegar og hinsvegar hér, það er Íslenskar konur. Þetta tel ég vera mjög skýrt og augljóst dæmi. En flokkun eitthvað í líkingu við það sem Þjarkur nefnir hér að ofan eru dæmi þar sem ekki er hægt að finna nein rök fyrir því að flokka manneskju eftir kyni. Bragi H (spjall) 11. september 2019 kl. 18:19 (UTC)[svara]
Skerpa á því að á öllum greinum um einstaklinga sem hér eru sé sú flokkun fjarlægð þar sem þessi flokkur er eingöngu yfirflokkur fyrir undirflokka. Ef flokkun sem núna er á þessum einstaklingsgreinum sem hér eru á heima í undirflokki, sé flokkuninni breytt, annars fjarlægð. Ef viðeigandi undirflokkar eru ekki til, þá að skapa þá og flokka síðan nánar undir þennann yfirflokk.
Til nánari útskýringar er hér texti þessa flokks á ensku wp. Einnig er hægt að skoða sambærilega flokka á öllum þeim wp sem eiga til svona flokk. Þar er þetta alstaðar ýtrekað og engir einstaklingar flokkaðir í þennann yirflokk, eingöngu undirflokkar:
This category exists only as a container for other categories of Icelandic women. Articles on individual women should not be added directly to this category, but may be added to an appropriate sub-category if it exists.
Til áréttingar á þeirri eyðingartillögu sem ég setti hér inn, en hefur verið fjarlægð enda ætti ekki að eyða þessum flokki ef þessar einstaklingsgreinar eru lagfærðar og það tekur tíma slíkur er fjöldinn. Bendi ég á eftirfarandi texta:
Please note that categorisation by gender is acceptable in Wikipedia only in limited circumstances which are set out in Wikipedia:Categorization/Gender, race and sexuality. New categories by gender may be deleted if they do not meet the tests set out in that guideline. Bragi H (spjall) 2. nóvember 2019 kl. 18:16 (UTC)[svara]

Ég ætla nú bara að leyfa mér að setja link á umræður um þetta efni af notendaspjalli á minni notendasíðu þar sem fram hafa farið umræður um þetta efni. https://is.wikipedia.org/wiki/Notandaspjall:Kvk_saga#Var%C3%B0andi_flokkunina_%E2%80%9E%C3%8Dslenskar_konur%E2%80%9C Kvk saga (spjall) 3. nóvember 2019 kl. 02:15 (UTC)[svara]

Takk fyrir áhugaverða umræðu. Mín 2 cent eru að ef flokkurinn nýtist til að bæta greinar hér á verkefninu er um að gera að halda honum. Það sem Bragi H er að benda á er samt mikilvægt atriði: að is:wp er ekki eyland heldur hluti af stóru alþjóðlegu verkefni. Við reynum því að fylgja þeim reglum sem þar eru settar fram (t.d. um markverðugleika o.s.frv.) svona yfirleitt (reyndar auðvelt að finna fullt af undantekningum frá því hér á is:wp). Í því felst líka viss vörn t.d. gagnvart þeim sem vilja gera fáliðaðri wp-verkefni að vettvangi til að halda fram jaðarskoðunum eða samsæriskenningum í krafti þess að eftirlit og ritstjórn er ekki eins virk þar. Svo vildi ég líka minnast á að það að setja upp verkefnasíðu (sbr. hér, hér og hér) hefur þann kost fram yfir flokkinn að þar er líka hægt að setja inn rauða tengla, myndir o.s.frv. Ef verkefnasíðan á erindi við wp-samfélagið allt er hægt að setja það í Wikipedia-nafnrýmið (sbr. Wikipedia:Mannanöfn og Wikipedia:Lönd heimsins) eða breyta í Gátt. --Akigka (spjall) 4. nóvember 2019 kl. 11:57 (UTC)[svara]

Tillaga að undirflokkun, sem virðast sumir að minstakosti þegar vera til[breyta frumkóða]

Ég sé að við höfum ekki flokkað innann flokksins Íslendingar fólk eftir þeim tíma sem það lifði nema landnámsmenn og svo finn ég Íslenskar miðaldarkonur. Ég hef á því áhuga og held að við hefðum líka gott af því almennt ekki bara út frá flokkun hér að taka upp slíka flokkun enda virðist það víðast gert. Ég ætla því að taka mér það bessaleyfi að stofna til að byrja með, eða réttarasagt er að sjá að þegar er búið að flokka einhverjar greinar um Íslenskar konur með þessum hætti en ekki haldið áfram og flokkuninni lokið. En svo þetta sé ekki bara flokkun í tómarúmi að þá stofna yfirflokkinn Íslendingar eftir öldum. Mér persónulega finnst þetta heiti ekki hljóma vel svo ég mun ekki nema rétt byrja svo ef fólk vill á þessu skoðun sem ég endilega óska eftir, þá endilega finniði betra nafn. Það eina sem ég byrja á að gera er að afrita frá ensku wp þá flokka sem þar eru utan einn sem er Germanskar konur eftir öldum og löndum. Veit ekki hvort það sé ástæða fyrir okkur að stofna þann flokk, en kanski er það nálægðin sem gerir það að verkum að manni finnst hann nánast óþarfur. Á móti úr fjarlægð séð, þá finnst okkur sjálfsagt ekkert skrýtið að vera með flokkinn Suður-Amerískar konur eftir öldum og löndum. En þarna óska ég eftir áliti ykkar. Ég elti einn rauðan flokkunartengil sem er, Íslenskar konur á 19. öld. Kom þá í ljós að í þeim flokki/þannig flokkaðar eru þegar fimm konur. Svo þetta er augljóslega þegar til staðar í ein hverri mynd og spurning um að ná utan um þessa flokkun og tengja þessa flokka við samhljóðandi flokka á erlendum wp. Bragi H (spjall) 4. nóvember 2019 kl. 14:46 (UTC)[svara]

Hér þarf ég aðeins að stoppa og biðja ykkur að rifja upp með mér. Var alfarið horfið frá því að flokka fólk eftir löndum og breyta yfir í þjóðerni? Eða var það einungis gert sem dæmi með íþróttafólk þar sem það er svo mikið um það að íþróttafólk stundi sína íþrótt annarstaðar en í sínu fæðingarlandi og þá jafnvel fleiri en einu? Bragi H (spjall) 4. nóvember 2019 kl. 15:27 (UTC)[svara]

Ég er aðeins hugsi yfir þessari undir- og yfirflokkun. Nú höfum við yfirflokkinn íslenskir handboltamenn og þar eru bæði karlar og konur. Svo er undirflokkurinn islenskar handboltakonur þar undir. Mér finnst óeðlilegt að hafa yfirflokk með endingunni menn og undirflokk með endingunni konur og legg því til að heiti yfirflokksins í tilvikum sem þessum verði breytt í íslenskt handboltafólk, íslenskt útvarpsfólk, íslenskt sundfólk, íslenskt fjölmiðlafólk o.s.frv. Ég hef tekið eftir því að ungt fólk leggur aðra merkingu en þau sem eldri eru í orðið maður og notar það síður sem heiti yfir bæði karla og konur. Setningin „konur er líka menn“ á t.d. ekki upp á pallborðið hjá ungum konum í dag að mér virðist. Í þessu samhengi vek ég athygli á grein Eiríks Rögnvaldssonar prófessors í íslensku https://uni.hi.is/eirikur/2019/09/14/madur-manneskja-eda-man/

Ef þessu yrði breytt, þá hefðum við yfirflokkurinn íslenskt handboltafólk fyrir öll kyn og svo undirflokkurinn íslenskar handboltakonur. Kvk saga (spjall) 4. nóvember 2019 kl. 21:07 (UTC)[svara]

Ég verð að segja að mér finnst það að ætla að skipta flokknum upp í fjölda örflokka kvenna í hverri einustu tilgreindri starfsgrein mjög klúðurslegt og tilgangslaust og ég legg til að því verði hætt. Mér finnst mun frekar að við ættum bara að halda stórflokknum Íslenskar konur eins og hann er og sleppa þessari uppskiptingu. Ég get ekki séð að ofursérhæfðir undirflokkar eins og t.d. „Íslenskir kvenlandlæknar“ (sem getur eins og stendur aðeins innihaldið eina síðu) sé að fara að gagnast neinum. Hugmyndin um að hafa marga undirflokka eftir kynjum virkar á mig sem svo að hún sé miðuð við ensku Wikipediu eða ámóta stórar alfræðibækur, þar sem það má búast við því að hver undirflokkur innihaldi fjölda síðna sem maður gæti viljað leita að. Þeir undirflokkar um íslenskar konur sem eru nú að spretta upp í þessari uppskiptingu eru aldrei að fara að þjóna slíkum tilgangi, né neinum tilgangi að því er ég fæ séð. TKSnaevarr (spjall) 4. nóvember 2019 kl. 21:18 (UTC)[svara]
Ég tek undir það sem TKSnaevarr skrifar.Kvk saga (spjall) 4. nóvember 2019 kl. 22:16 (UTC)[svara]
Ég var ekki búin að sjá þessa umræðu en er búinn að taka góðan skurk í að flokka greinar með að markmiði að koma þeim að minstakosti niður fyrir 500, sem er náttúrulega galin tala að óljósari flokkur innihaldi svo marga einstaklinga án þess að vera flokkaðir nánar. Ég komst niður í 499 og hefur engin einstaklingur verið færður úr þessum yfirflokki aðeins flokkað nánar.
Ég tók þann pól í hæðina að fylgja og tengja flokkana við ensku wp þar sem í ljós kom að önnur wp sem innihalda einhverja flokka um íslenskar konur eru að notast við og tengja í alla þá sömu. Þetta að vísu krafðist töluverðrar auka handavinnu sem ég held samt að sé til þess betra upp á aðrar flokkanir einnig að gera. Sem er að flokka Íslenskar konur sem og Íslendinga almennt eftir öldum. Flokkur eins og „Íslendingar“ segir okkur ekki neitt nema það sé flokkað nánar, sem og með flest alla aðrar yfirflokkanir. Svo það að byrja á því að flokka þær konur sem eru aftur úr öldum fyrst og fremst eftir öldunum, getur auðveldað okkur nánari flokkun á öllum Íslendingum og þá sérstaklega fyrir 1900 og hver aldarflokkur inniheldur síðan sér flokk með konum viðkomandi aldar af þeirra einu ástæðu að ég var að flokka það sem í þessum yfirflokki er. En það eru 499 greinar eftir. Mér þætti mjög vænt um ef sérstaklega þau sem hafa skrifað þær myndu skoða að minstakosti þá flokkun sem komin er, sem þó er frekar tilviljanakennt því ég að mestuleiti tók bara fyrsta nafnið og svo koll af kolli. Þó þar sem ég sá augljóslega að ég þyrfti að greina og flokka nánar fór ég út um víðann völl. Mjög margar af þessum greinum þurfti líka að hreinsa og laga svo ég vona að þessi vinna mín sé ekki til einskis og vonandi einhver smá hvatning til þess að fleiri haldi áfram uns þessu verður lokið. Það er heldur ekki bara þetta ákveðna málefni sem er vandamálið. Engin flokkur ætti að innihalda svona gríðarlegan fjölda greina sem ekki eru nánar flokkaðar. Því þá tapar hann algerlega gildi sínu er verður ekki neinum til neins gagns.
Og varðandi það sem þið nefnið hérna að ofan þá kom þetta yðurlega upp í kollinn á mér meðan ég var að flokka þetta. Að nota „fólk“ alstaðar sem hægt er í stað „menn“ styð ég heilshugar. Eins að það er alsengin ástæða til þess að flokka eftir kyni nema í sumum en þó ákveðnum tilfellum. Svo ég taki enn og aftur dæmið um kynskiptar íþróttagreinar. En þá verður líka að rýkja um það mjög góð sátt og vel úthugsað hvernig ætti að framkvæma það. Ef ekki er hægt að gera það vélvirkt þá er sú handavinna alveg gríðarleg, rétt eins og bara þessi flokkur hér er mikil vinna, hvað þá ef við ætlum okkur ennþá stærri pakka. En hugmyndina stið ég heilshugar, ekki spurning. Þetta vesen að orðið „menn“ skuli hafa tvær merkingar, annarsvegar samheiti yfir mannkynið, það er allt fólk, og hinnsvega helmingin af mannkyninu, það er karlmenn, gerir okkur ekkert nema lífið leitt en við getum því miður ekki breitt því. Svo að notast við yfirflokka alstaðar þar sem því er með nokkrum hætti hægt að koma við að nota „fólk“ frekar en menn, JÁ. ég kvitta upp á það. En er hægt að gera þetta forritunarlega og keyra yfir allt wp hjá okkur og skipta út flokkaheitum? Eða þyrfti að gera það handvirkt? Ef handvirkt, þá er það að taka þennann flokk hér, grein fyrir grein og ellta alla spotta og taka hvern fyrir sig ........ handvirkt :( Eins mikið og ég vil sjá þetta framkvæmt þá ef það harf að gerast í höndunum þá er eins gott að byrja á eins litlum flokkum og hægt er og fikra sig svo upp í flokka eins og þennann hér sem er 499 greina „monster“ ef það þarf að laga allt handvirkt plús aðra tilheyrandi flokka. Meinadi, ég vil breita flokkun á sundkonu, segjum það. Nokk einfalt, konur og menn keppa í sitthvoru lagi í sundi, yfirflokkurinn er sundfólk og grunnundirflokkarnir eru sundkonur og sundmenn. Nánari flokkanir eru verðlaunahafar, mismunadi tegundir sunds osf. Það ætti að vera viðráðanlegt. Ég náði bara að endurflokka og laga nokkra tugi greina og 499 eftir bara hér. Svo, já, stið þetta heilshugar, en hver hefur á því þekkingu hvort hægt er að gera eitthvað af þessu vélrænt eða ekki? Og hinnsvewga, tillögu að flokkunar tré þar sem við sjáum að gætu orðið einhver vandamál með skilgreiningar, berjasaman orð sem ekki inniheldur „maður“ osf. Allar tillögur vel þegnar og endilega æða í þetta. Bragi H (spjall) 4. nóvember 2019 kl. 22:11 (UTC)[svara]

Mín skoðun er að það sé ekki beinlínis þörf á þessum flokki. Hann var líklega stofnaður fyrir átak, og það er í raun betra til styttri tíma að lista greinarnar á síðu í "Wikipedia" nafnrýminu heldur en að flokka þær allar. Tímasetningin á stofnun flokksins passar við að hann hafi verið stofnaður fyrir átak um stofnun greina um konur, þ.e. Wikipedia:Félag Wikimedianotenda á Íslandi/100araafmkosningarettarkvenna.

Ég er á því að það þurfi enga kvenflokka yfir einstaklinga. Flokkar eru fyrst og fremst ein af nokkrum leiðum til að finna það sem maður leitar að. Þessi flokkur sérstaklega er of yfirgripsmikill til að setja greinar um einstaklinga beint í hann. Til dæmis með knattspyrnufólk þá er það allt í sama flokknum, óháð kyni. Þegar kemur að fótboltadeildum hinsvegar eru deildirnar með sama styrktaraðila og mjög svipað nafn, svo það tekur skemmri tíma að finna hlutina þegar deildirnar eru settar í kynjaskipta flokka.

Það sem er gert á öðrum wikipedium vissulega skiptir máli, en hérna eru bæði wikipediur að sleppa þessum kvennaflokki (eins og til dæmis á dönsku wikipediu) eða hafa hann með. Að mínu mati hjálpar það að finna greinar sem vantar að sama grein í tveimur mismunandi wikipedium séu í flokkum sem eru samtengdir með tenglum. Í þessu tilfelli hinsvegar er hvort tveggja til, svo það skiptir mig litlu máli.

P.S. Já, það er hægt að færa síður í flokki hálfsjáfvirkt, en ég sé ekki niðurstöðu komna í málið, þannig það er of snemmt til að nefna hvað það sé.--Snaevar (spjall) 5. nóvember 2019 kl. 00:20 (UTC)[svara]

Bragi H: Viltu gjöra svo vel að halda umræðunni á þessari síðu. Nýlegri notendur eins og Kvk saga eru ekki eins vanir umræðum eins og þessum. Meiraðsegja enska wikipedia er með stefnu um þetta á en:Wikipedia:Please do not bite the newcomers. Þú mátt alveg kvarta eins og þér sýnist með reyndari notendur en viltu gjöra svo vel að ræða það á almennum spjallsíðum frekar þegar kemur að nýjum notendum?

Þegar kemur að niðurstöðum í umræðum er notast við fjölda þeirra sem eru með/á móti, ekki styrk rökstuðningsins hjá hverjum og einum. Þannig er það í þessu tilviki að þeir sem vilja ekki setja í undirflokk eru Þjarkur, Kvk saga, ég, Akigka og TKSnaevarr. Með því að setja í undirflokk er bara Bragi H.

Ég held þú miskiljir hlutverk Wikimedia. Enska wikipedia og Wikimedia er ekki sami hluturinn. Wikimedia er hýsingaraðilinn og sá sem kóðar hugbúnaðinn sem við notum. Þeir skipta sér ekki af stefnumálum á einstökum vefsvæðum, svo framalega sem við séum ekki að misnota vefþjónana. Flokkunarmál eins og þetta myndi aldrei vera tekið fyrir hjá Wikimedia. Ég veit ekki hvaðan þú færð það að Wikimedia vilji ekki að við séum með flokka eftir kynjum eða kynþætti.--Snaevar (spjall) 8. nóvember 2019 kl. 17:37 (UTC)[svara]

Bragi H: Vinsamlegast lestu það sem Snaevar og TKSnaevarr hafa sagt um þetta mál, bæði hér og á spjallsíðu minni. Stofnun ótal margra undirflokka yfir konur, í andstöðu við meirihluta þeirra sem tekið hafa afstöðu, er í mínum huga einfaldlega skemmdarverk á íslensku wikipediu. Tíma þínum og vinnuframlagi hér hlýtur að vera betur varið í annað en þessa undarlegu vegferð. Kvk saga (spjall) 9. nóvember 2019 kl. 13:23 (UTC)[svara]

Ég vil líka bæta við að ef við erum að reyna að fylgja reglum Wikimedia til hins ýtrasta, þá er ég nokkuð viss um að þessi undirflokkun missir marks hvað það varðar. Ef mér skjátlast ekki eru reglur gegn því að stofna flokka sem geta eðli síns vegna aðeins innihaldið fáar eða jafnvel aðeins eina síðu og eiga ekki mikla möguleika á að stækka. Flokkur eins og „Íslenskir kvenlandslæknar“, sem nær aðeins yfir eina manneskju, væri til dæmis dæmi um flokk sem kemur ekki til með að innihalda fleiri síður fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkur ár. Ef við ætlum að hafa þannig flokka gætum við allt eins búið til flokkinn „Íslenskir kvenforsetar“ fyrir Vigdísi Finnbogadóttur eina, og ég vona að það sé augljóst hversu kjánalegt það væri að hafa slíkan flokk.

Mér þykja þessi dæmi sýna fram á að það hljóti að vera matskennt eftir atvikum hvort og hvenær það er gagnlegt að hafa kynjaskipta flokka eftir starfsgreinum. Nú geri ég mér auðvitað grein fyrir því að það hallar eða hefur sögulega hallað á hlutfall kvenna í flestum launuðum starfsgreinum, en það að setja konur í þessa undirflokka í hverri einustu flokkuðu starfsgrein þykir mér bæði klúðurslegt og að sumu leyti niðrandi. Með þessu virðist alfræðiritið vera að taka þá afstöðu að það þyki alltaf óvenjulegt eða óeðlilegt að kona sé í einhverju tilteknu starfi í dag. Það kann því miður í mörgum tilvikum að vera rétt að konur séu í minnihluta í tilteknum starfsflokki, en mér finnst það að formfesta þá afstöðu með þessum hætti ekki beint framsækið. TKSnaevarr (spjall) 9. nóvember 2019 kl. 14:30 (UTC)[svara]

Ég tek þetta allt til greina enda stutt síðan ég rakst á að kominn væri flokkur sem innihéldi yfir 500 stakar greinar sem eitt og sér ætti ekki að vera til og flokka ætti nánar í undirflokka. Eftir lestur minn á en:wp, þar sem þeir leggja áherslu á (skoðaði líka önnur wp sem eiga til flokkinn Íslenskar konur og alstaðar eru þetta regnhlífar yfir undirflokka. Ég er ekki hlyntur kyngreiningu í flokkun almennt en skil ástæðu þess þar sem það er gert ef um markverði eða sérstöðu er að ræða sem gefur tilefni til þess, annars ekki. Ástæða þess að ég lagði af stað með að reyna að undirflokka allar stakar greinar í þessum flokki var líka meðal annars sú að kalla fram viðbrögð í stað þess að fjarlægja þessa flokkun af öllum þessum greinum og hann þá orðin tómur og ekki ástæða til annars en eyða honum. En með 500 stakar greinar svona flokkaðar sem ég er ekki að heyra á ykkur annað en ykkur þyki ég hafa teygt mig allt of langt í viðleitni til þess að engin grein sem hér er færi úr honum, aðeins flokkuð í undirflokk, skal ég fúslega láta af því, ekkert mál. En ég kalla líka eftir ykkar aðstoð við að glíma við þetta verkefni því það er ekki bara nóg að gagnrýna (sem á þó endilega að gera, ekkert okkar er eyland hér).
Hvað það varðar að taka afstöðu til ákveðinna þátta þá til dæmis skoðaði ég enska flokkinn:Category:Icelandic women in politics þegar að fyrstu greininni flokkaða Íslenskar konur og viðkomandi var stjórnmálamaður/kona. Ekki veit ég nákvæmlega hvað sambærilegur flokkur ætti að heita hér (það er ef einhver vill að hann sé til), en skýrði hannÍslenskar stjórnmálakonur og núna eru þar 4 greinar. Í en:wp flokknum er nánari flokkun í : First Ladies of Iceland 7 greinar, og er sá flokkur flokkaður nánar í 3 flokka og heitir einn þeirra: Spouses of presidents by country. Þar eru 127 undirflokkar eftir löndum og Ísland bara eitt af þeim. Svo ekki telur en:wp þetta alveg óeðlilega flokkun. Hvað varðar fjölda greina í flokkum, þá eru í meirihluta þessara flokka 1 til 2 greinar en flokkarnir 127 eins og ég nefndi hér að ofan. Svo ég taldi að þarna væri þó einhver réttlæting fyrir því að þessi flokkur væri til hér hjá okkur og þó að kanski væri ekki í honum nema 1 eða 2 manneskjur. Þó skal þess getið að í Íslenska flokknum eru 7 greinar. Ef ég held mig við pólitíkina, það er flokinn Icelandic women in politics, þá inniheldur hann óflokkað nánar 49 stakar greinar og 5 undirflokka, þar af Eiginkonur þjóðarleiðtoga sem ég er búin að nefa en hinir fjórir er: Women government ministers of Iceland (væntanlega Íslenskir kvenráðherrar? og eru þar 30 greinar. Women mayors of places in Iceland sem er yfirflokkur eftir stöðum og þar sem ég flokkaði Auði sem Reykvískir kvenborgarstjórar, en það eru nú nokkrar fleiri konur sem hafa verið borgarstjórar svo það ætti að bætast í hann ef hann á annaðborð ætti/á að vera til. Á þeirri ensku eru 5 greinar, þar á meðal Auður. Þó hnaut ég um það að flokkurinn:Mayors of Reykjavík innihélt ekki kynskiptingu. Það er, þar er enginn sér undirflokkur Reikvískir kvenborgarstjórar, heldur er sá flokkur hafður annarstaðar í flokkunartréinu. Sem mér finnst persónulega ef við myndum halda í þann flokk kvenborgarstjóra að ætti að vera eins. Hann væri þá flokkaður hingað sem og regnhlífarflokk yfir kvenborgarstjóra eftir löndum en það væri undir öðrum yfirflokki sem borgarstjórar eftir löndum almennt, ókyngreint, væri. Ef skoðuð er greinin á en:wp um Jóhönnu Sigurðardóttur er ein flokkunin: Women prime ministers en sá flokkur er ekkert undirflokkaður eftir löndum utan einn og inniheldur 84 greinar. En svo er til flokkurinn undir: Icelandic women in politics, flokkurinn Spouses of Prime Ministers of Iceland. Hann inniheldur tvær greinar, önnur er listi með sama nafni og hin er grein um Jónínu Leósdóttur. Þá er einn eftir ótalinn sem ég held að við séum með einhverstaðar undir Þingmenn eftir flokkum, eða Women's List politicians þingkonur Kvennalistans og inniheldur hann 3 greinar.
Það var og er kanski alrangt af mér að því stofna flokkinn Íslenskar stjórnmálakonur, en þar sem í þessum tilfellum á en:wp var almennt þótt mjöf fáar greinar væri í flestöllum þessum flokkum, Íslenskum sem erlendum, nánari flokkun viðkomandi sambærilegs flokks eftir löndum. Tala eins og ég nefndi hér að ofan, 127 flokkar sem flestallir innihalda aðeins eina til tvær greinar fannst mér að en:wp teldi að ástæða væri til að halda þessum upplýsingum til haga og hve fáar greinar væru í hverjum flokk væri vegna þess að hver þessara greina teldust hafa nægt markverði og sérstöðu til að réttlæta ekki bara tilvist sína heldur að eðlilegt væri að eina af þeim flokkunum sem þær hefðu væri viðkomandi.
Hér tek ég bara eitt dæmi þar sem ég tók afstöðu út frá leit á öðrum wp og þá ekki einungis þeirri ensku og „gaf mér þá forsendu“ að ef við hefðum ekki sambærilega flokkun hér hjá okkur á þeim Íslensku konum í stjórnmálum hér á landi þá væri það svolítið skrítið ef þvertenginginn milli wp'anna innihéldi ekki upprunalandið. Ég verð þó að viðurkenna upp á mig þá sök að hafa ekki tekið eftir því að þessir undirflokkar eftir kyni eru ekki flokkaðir inn í meginflokkana. Dæmi að flokkurinn Reykvískir kvenborgarstjórar, var ekki flokkaður undir Reykvískir borgarstjórar. Ef þið viljið að við eigum sambærilega flokkun og ég tíunda hér að ofan, ekki bara en:wp heldur mörgum fleiri wp, yfir Íslenskar konur sem þá tengjast og lesa má þvert á flokkunarkerfið þá tel ég að ekki ætti að hafa sem dæmi undirflokkinn Alþingiskonur undir Alþingismenn sem og öll önnur sambærileg dæmi. Þetta var yfirsjón hjá mér og hef ég enga aðra afsökun en þá að vera að vandræðast með hvort ætti, eða ekki, að stofna flokkinn, Íslenskar stjórnmálakonur. Mér fannst samt þegar verkið hélt áfram þessir sér kvenkenndu undirflokkar stinga mjög í augað og skil það fyrst núna eftir að vera búinn að fara ennþá nánar yfir þessa flokkun þar sem hún er til á öðrum wp erlendum.
Því spyr ég. Vilji þið alfarið taka út flokkinn: Íslenskar konur og alla kvenkennda undirflokkun? Þá er ég ekki að meina Íslenskar alheimsfegurðardrottningar, ég held að það setji sig engin móti því, held að það sé augljóst og einhverjir aðrir flokkar eru sjálfsagt svipaðir. En þá værum við kanski jafnframt þau einu sem ekki flokkuðum ýmsa Íslendinga í wikidata og margir aðrir. Mér finnst það dálítið skrítið að gera það ekki. Því spyr ég. Ef þessi flokkun væri gýruð niður og reynt að halda henni í algeru lágmarki og hafa að leiðarljósi að aldrei nota kvenkenda flokkun nema þar sem fordæmi sé þegar til hjá erlendu wp og hinsvegar að fjarlægja alla undirflokkun eins og Alþingiskonur úr flokknum Alþingismenn, og svo framvegis. Gæti það verið einhverskonar málamiðlun? Þá meina ég ef valið stendur á milli þess að eyða öllum undirflokkum sem hér eru og flokknum þar með, eða flokka alstaðar mjög ýtarlega og þá eftir kyni ef um kvenmann er að ræða? Skáldkona ef viðkomandi kona væri skáld og þá í öllum tilfellum og að sá flokkur væri jafnvel inn í núverandi flokki Skáld. Efa eins og einhver benti á, að aðgreina alsstaðar eftir kyni með kynlausa regnhlíf yfirsér. Sundfólk, undir því væru svo tveir flokkar, Sundmenn og Sundkonur.?
Ég á ekkert auðveldara með á ákveða þetta en þið og tek það fram þótt annað hafi mátt á mér skilja að hér er í fæstum tilfellum um persónulegar skoðanir mínar að ræða, frekar það að ekki bara hvað þennann flokk varðar hef ég reynt að fylgja í allri flokkun, hvaða grein sem um hefur verið að ræða, þeirri flokkun sem almennt er viðhöfð annarstaðar. Enda fagnaði ég mjög þegar wikidata var ýtt úr vör og hef reynt að tengja allar greinar sem ég hef verið að vinna í þangað inn og síðan er það undir öðrum wp'um komið hvernig þær greinar flokkast nánar. En grunnurinn að tréinu er þó örugglega bara einn og sá sami.
Kvað segi þið um þetta? Eyða þessari flokkun alfarið og þessum flokk, reyna að finna eins hófstillta millileið sem auðið er og þá aldrei notast við flokkun sem ekki á sér þegar erlenda hliðstæðu, eða flokka mjög ýtarlega. Eru þetta ekki þeir þrír valkostir sem við höfum? Að minstakosti getum við ekki gert ekki neitt með flokk fyrir framan okkur með 500 stökum greinum sem ekki eru flokkaðar í undirflokka og yfirflokkurinn að mínu mati að minstakosti uppfyllir ekki það hlutverk sem flokkar jafnt sem greinar þurfa að uppfylla, sem er markverði og eða sérstaða. Að flokka Íslendinga í tvennt eftir kyni, án þess að skíra út nánar afhverju (lesist, undirflokkar sem ásættanlega ættu rétt á sér) finnst mér ekki góð né æskileg flokkun. Og það á við um margt annað sambærilegt, þetta bara hittir svona á að vera kyn í þessu tilfelli. Hvaða flokkur sem inniheldur 500 + greinar án undirflokkunar og að ekki ríki sátt um hvernig eða hvort ætti að undirflokka, er verkefni sem við þurfum einhvernvegin að finna lausn á. Ég beygi mig fyllilega undir hvaða aðferð sem samstæða næst um, því eins og ég sagði að ofan, ég er ekki að reyna að saxa niður þessar 500 greinar í undirflokka eða eyða viðkomandi flokkun hafandi á því neina persónulega skoðun á hvernig það ætti að gera nákvæmlega. En það bara jókst og jókst fjöldi greina sem voru flokkaðar með þessum hætti og vildi ég að minstakosti reyna að saxa á þetta. Aðferðirnar sem ég notaði voru nokkuð fumkendar og eftir á að higgja sé ég marga galla á þeim en ég þó lærði ýmislegt á því að minstakosti reyna.
Og svo ég leyfi mér nú að smá púkast hér í endann svo þetta sé ekki allt of hátíðlegt, er eitthvert ykkar búin að „reyna“ að flokka að minstakosti eina grein sem hér hefur verið inni, eða er hér inni, upp á nýtt? Hefur eitthvert ykkar reynt að grynnka á þessari flokkun? Be my guest, ég er þó að reyna, reyni þið líka. Nema ef þið viljið að ég hætti að reyna og við látum þennann flokk bara standa eins og hann er og hugsanlega greinum í honum fjölga. Bragi H (spjall) 9. nóvember 2019 kl. 17:22 (UTC)[svara]

,,Kvað segi þið um þetta? Eyða þessari flokkun alfarið" segir Bragi H. Eyðum flokkunum, höldum undirflokkum. Sýnist meirihluti meðal stjórnenda.--Berserkur (spjall) 26. ágúst 2020 kl. 23:20 (UTC)[svara]

Eyða flokki? Kosning[breyta frumkóða]

Með. Frekar að undirflokka betur. Berserkur (spjall) 3. mars 2023 kl. 17:05 (UTC)[svara]