Finnbogi Pétursson
Útlit
Finnbogi Pétursson (fæddist í Reykjavík 11. nóvember 1959) er íslenskur myndlistarmaður sem notar rafhljóð til að skapa listaverk; innsetningar og skúlptúra.
Finnbogi lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1979 til 1983 og stundaði framhaldsnám við Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi frá 1983 til 1985. Finnbogi hélt sína fyrstu einkasýningu í Time Based Arts í Amsterdam árið 1985 og hefur síðan haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim. Á meðal þekktra verka eftir Finnboga eru Hringur sem var sýnt í Nýlistasafninu árið 1991. Finnbogi Pétursson var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2001.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Vefur listamannsins
- Finnbogi Pétursson á Youtube