Fimmvörðuháls

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skilti á Fimmvörðuhálsi.
Fimmvörðuháls.
Baldvinsskáli.

Fimmvörðuháls nefnist svæðið milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Leiðin yfir hálsinn frá Skógum yfir í Goðaland er ein allra vinsælasta gönguleið landsins, en hún er um 22km löng og hækkun um 1000m. Á hálsinum er skáli ferðafélagsins Útivistar. Rétt sunnan við hálsinn er Baldvinsskáli, hann var endurnýjaður 2012 af Ferðafélagi Íslands. Leiðin er útsýnismikil ef gengið er frá suðri til norðurs enda óvanalega mikið af fossum í Skógá og sýn falleg niður í Þórsmörk þegar komið er yfir hálsinn. Ásamt kjarrlendi Þórsmerkur og grösugum heiðunum sunnan til gerir það að verkum að leiðin er mjög fjölbreytt, en getur þó einnig verið varasöm því skjótt skipast veður í lofti í nálægð við jökla. Þrír göngumenn 1 Íslendingur, 1 Færeyingur og 1 Dani létust úr kulda og vosbúð á leiðinni um hvítasunnuhelgina 1970 þegar veður snarversnaði.

Upp að Baldvinsskála er vegur sem hefst fyrir aftan kúafjósið á Skógum. Helsta torleiðið á veginum er sjálf Skógaá sem er torffær jafnvel stærri jeppum en að öðru leiti er vegurinn smájeppafær. Vegurinn er þó jafnan hin síðari ár lokaður og læstur við girðinguna við kúafjósið. Þegar gengið er frá Skógum og norður svo sem algengast er, er oftast gengið annaðhvort meðfram ánni og hinir ýmsu fossar blasa þá við, eða meðfram veginum, en eftir að farið er yfir göngubrúnna yfir skógará er veginum fylgt upp í Baldvinsskála. Frá Baldvinsskála er síðan stikaður slóði með tiltölulega stórum og greinilegum stikum upp að skála Útivistar.

Eldgos í Fimmvörðuhálsi 2010[breyta | breyta frumkóða]

Fréttir af eldgosi við Eyjafjallajökul fóru að berast eftir miðnætti þann 21. mars. Samkvæmt sjónarvottum sáust fyrstu ummerki um gosið rétt fyrir miðnætti þann 20. mars eða kl 23:58. 2010[1].

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]