Fet (gangtegund)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fet er fjórtakta gangtegund án svifs, þar sem annað hvort 2 eða 3 fótar snerta grund á hverjum tíma. Jafnt tímabil skal vera á milli niðurkomu allra fjögurra fóta.

Á feti hreyfast fæturnir í þessari röð: Vinstri aftur, vinstri fram, hægri aftur, hægri fram.

Fet er mikið notuð gangtegund á íslenskum hrossum, bæði í tamningu hestsins og þjálfun, jafnt sem almennum útreiðum. Fet er hluti af hinum ýmsu keppnisgreinum og er einn þeirra eiginleika sem metinn er í kynbótadómi fyrir íslensk hross.