Festi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Festi er íslenskt eignarhaldsfélag sem á og rekur meðal annars smásölufyrirtækin N1, Krónuna og ELKO. Fyrirtækið var stofnað árið 2015, en rekur uppruna sinn til Olíufélagsins sem var stofnað af Sambandi íslenskra samvinnufélaga ásamt fleirum árið 1946 og seldi lengi eldsneyti undir merkjum Esso. Fyrirtækið er skráð í Kauphöll Íslands og er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins miðað við veltu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.