Ferðaþjónustan Húsafelli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ferðaþjónustan Húsafelli ehf
Rekstrarform Einkahlutafélag
Stofnað 1990
Stofnandi Kristleifur Þorsteinsson og Sigrún Bergþórsdóttir
Staðsetning Húsafell
Starfsemi Ferðamennska

Ferðaþjónustan Húsafelli rekur sögu sína til um 1960 þegar hjónin Kristleifur Þorsteinsson og Sigrún Bergþórsdóttir hófu tilraunir með sölu á þjónustu við ferðamenn, ráku þau fyrirtæki í eigin nafni í mörg ár. Árið 1990 var Ferðaþjónustan á Húsafelli stofnuð af þeim hjónum.

Fyrirtækið sérhæfir sig í ferðamennsku í Húsafelli og hefur þar til að mynda byggt upp sumarhúsabyggðir, tjaldaðstöðu, veitingaaðstöðu og Hótel Húsafell.

Í dag er Ferðaþjónustan á Húsafelli ehf í eigu Bergþórs Kristleifssonar og Hrefnu Sigmarsdóttur. Árið 2003 var hluti þjónustunnar, verslun/veitingar, seldur nýju fyrirtæki Þjónustumiðstöðinni Húsafelli ehf.

Fyrirtækið rekur fjórar vatnsaflsvirkjanir:

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.