Fantasía (teiknimynd)
Fantasía | |
---|---|
Fantasia | |
Handritshöfundur | Joe Grant Dick Huemer |
Framleiðandi | Walt Disney |
Leikarar | Leopold Stokowski Philadelphia Orchestra |
Dreifiaðili | RKO Radio Pictures |
Frumsýning | 13. nóvember 1940 |
Lengd | 125 mínútur |
Land | Bandaríkin |
Tungumál | enska |
Aldurstakmark | Leyfð |
Ráðstöfunarfé | USD 2,28 milljónir |
Heildartekjur | USD 83.320.000 |
Framhald | Fantasía 2000 |
Fantasía er bandarísk teiknimynd frá árinu 1940. Myndin var framleidd af Walt Disney Productions og frumsýnd þann 13. nóvember 1940. Kvikmyndin var þriðja kvikmynd Disney-teiknimyndaversins í fullri lengd. Hún er 125 mínútur að lengd og er lengsta teiknimyndin í Walt Disney Animated Classics-seríunni.
Myndin skiptist í átta kafla og í hverjum þeirra er leikið þekkt klassískt tónverk undir stjórn Leopold Stokowski. Sjö þeirra eru flutt af Philadelphia Orchestra.
Framleiðandinn var Walt Disney. Handritshöfundar voru Joe Grant og Dick Huemer. Árið 1999 var gerð framhaldsmynd, Fantasía 2000.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Í upphafsatriðinu birtist skuggamynd af hljómsveit fyrir framan bláan bakgrunn. Við heyrum tónlistarfólkið stilla hljóðfærin. Kynnirinn, Deems Taylor, gengur inn á sviðið og kynnir dagskrána.
- Tokkata og fúga í d-moll eftir Johann Sebastian Bach.
- Hnotubrjóturinn eftir Pjotr Íljítsj Tsjajkovskíj.
- Lærisveinn galdrameistarans eftir Paul Dukas.
- Vorblótið eftir Ígor Stravinskíj.
- Hlé, samleikur með djasstónlist.
- Sinfónía Nr. 6 eftir Ludwig van Beethoven.
- Stundadansinn eftir Amilcare Ponchielli.
- Nótt á nornagnípu eftir Modest Mússorgskíj og Ave Maria eftir Franz Schubert.
Háðsádeilur
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1943 gerðu Warner Bros. stuttmynd, A Corny Concerto, sem var ádeila á Fantasíu. Árið 1976 gerði ítalski teiknimyndahöfundurinn Bruno Bozzetto teiknimynd í fullri lengd, Allegro non troppo, sem einnig vísaði beint í Fantasíu.