Fallout

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fallout merkið, oft þekkt fyrir eldinguna í O stafnum

Fallout er skotleikur með opnum heimi sem gerir þér kleift að ferðast þangað sem þú vilt þegar þú vilt. Fyrsti Fallout leikurinn var gefinn út af Interplay Entertainment[1] árið 1997. Leikurinn spilast eftir kjarnorkusprengingar sem varpað höfðu verið nokkrum árum áður, en mikið úr sögu leiksins má reka alla leið fyrir spreningarnar.

Fallout leikina væri bæði hægt að stimpla sem hrollvekju eða ævintýra leiki, en þeir eru einmitt með mjög stóra heima sem leyfir spilendum að ferðast hvert sem þeir vilja til og skoða sig um, en þessir opnu heimar eru ekki bara eintóm ævintýri, þar sem þeir eru fullir af allskonar skrímslum og fólki sem vill fátt annað heldur en að drepa þig. Heimurinn eftir sprenginguna kallast Wasteland, en hann fékk nafn sitt vegna þess að heimurinn er í rúst, rúst eftir kjarnorkuspengingu sem átti sér stað mörgum árum áður, en þó voru nú einhverjir sem lifa það af og eru þeir sem lifðu það af eru byrjaðir að byggja umhverfið upp á nýtt þegar þú byrjar að spila leikinn. Þeir sem lifa af kjarnorkusprenginguna, skipta sér í þrjá hluta, en þar má nefna Ghouls, Raiders og Settlers.

Lífverur[breyta | breyta frumkóða]

Ghouls[breyta | breyta frumkóða]

Ghouls eru þær manneskjur sem urðu fyrir kjarnorkusprengingunni og hafa þeir stökkbreyst í hálfgerða uppvakninga, flestir þeirra ráðast á alla þá sem verða í vegi fyrir þeim og hætta ekki fyrr en annað hvort þeirra liggja dauðir fyrir. Þeir eru bæði skemmdir útlitslega séð og andlega útaf geislavirkni.[2]

Raiders[breyta | breyta frumkóða]

Raiders eru manneskjur sem hafa lifað af ánþess að hafa orðið fyrir þessum kjarnorkusprengjum en þeir hafa þá lifað af með því að skýla sér í „Vaults“ eða kjarnorkuskýlum, þeir tilheyra frekar stóru gengi sem vilja eigna sér heiminn og reyna að byggja hann upp með illsku og óréttlæti, þeir ræna af öllum sem þeir geta, bæði fólki og kúga svo pening af fjölskyldu þeirra.[3]

Settlers[breyta | breyta frumkóða]

Settlers eru þeir sem hafa lifað af á sama hátt og Raiders, þeir hafa lifað af með því að koma sér fyrir í kjarnorkuskýlum fyrir sprengingunum en þeir eru þessir sem þú myndir mögulega flokka undir sem góðar manneskjur, þeir vilja byggja heiminn uppá nýtt en þeirra verstu óvinir eru Raiders, Ghouls og Super mutants.[4]

Super Mutants[breyta | breyta frumkóða]

Super mutants eru stökkbreyttar manneskjur (Ghouls) sem hafa orðið fyrir FEV vírusnum (Forced evolutionary virus) en þeir eru munn stærri, massaðari og eru oftast grænir að lit. FEV vírusinn gerir þá ódrepandi frá öllu nema líkamlegum skaða, semsagt þeir geta ekki orðið veikir eða dáið úr elli.

Það er mun fleira til úti í Fallout heiminum heldur en það sem nefnt var hér að ofan en þar má einmitt nefna Deathclaw, en þeir eru stökkbreytt kameljón, en vegna stökkbreytningar hafa þeir misst eiginleikan á því að breyta um lit og eru þeir með greindavísitölu á við 8 ára barn, þeir eru einnig mjög tilfinningaríkir. Upphafslega voru þeir gerðir á ransóknarstofu til þess að koma í staðin fyrir mennska hermenn, en það var einmitt FEV vírusinn sem gerði þetta litla kameljón að þessu skrímsli sem kallast nú Deathclaw Deathclaw. Svo einnig eru mjög mikið af stökkbreyttum pöddum í leiknum, en þar má nefna kakkalakka, flugur og krabba.[5]

Aðstæður[breyta | breyta frumkóða]

Vault[breyta | breyta frumkóða]

Vaults, eru framleidd af Vault-Tec Corporation en voru seinna með framleidd í samstarfi við RobCo Industries. Vault í Fallout heiminum eru kjarnorkuskýli sem margir hafa nýtt sér til þess að lifa af kjarnorkusprengingarnar. Það eru til mörg Vault í leikjunum en það má greina þau með númerum sem hvert og eitt Vault fær. Mörg vault ganga út á það að reyna að lifa af sem lengst, en þó ekki öll. Mjög mörg Vault í þessum leikjum má rekja til þess að saga þeirra er svo lítið skrítin þar sem maður myndi halda að þessi Vault væru til þess að reyna að lifa af kjarnorkusprengingarnar. Þegar það kemur að skrítnum Vaults má nefna það að í einu af þeim var aðeins ein manneskja, sem klónaði sig og endaði á því að vera með fullt vault af sjálfum sér en þessi manneskja hét Gary og var því miður með krabbamein, en hann átti bara 40 mánuði eftir. Alls voru 54 klónar af Gary, en með hverjum klón varð Gary alltaf meira árásargjarn og endaði það í Gary 53, sem leiddi til þess að Gary 53 og Gary 54 voru nákvæmlega eins í alla staði. Þetta gerðist í Vault 108[6].[7]

Vault 19[breyta | breyta frumkóða]

Vault 19 var deilt í tvo hópa, rauður og blár. Það voru nokkrar reglur í Vault 19 en þótt báðir þessir hópar, rauðir og bláir voru í sama Vaulti fengu þau að hafa lítið sem ekkert samskipti. Þegar Vault 19 varð fyrir skemmdum og byrjaði að leka inn geislavirkt vatn, byrjuðu allir að ásaka hvorn annan fyrir það að hafa skemmt Vaultið, og á endanum yfirgáfu allir Vaultið, en ekki er enþá vitað hvert þau fóru.[8]

Vault 68 og Vault 69[breyta | breyta frumkóða]

Þessi tvö Vault eru mjög svipuð en í Vault 68 voru 999 karlmenn en aðeins ein kona, en í Vault 69 voru 999 konur en aðeins einn maður. Ekki er vitað neitt meira um þessi tvö Vault heldur en það.[9][10]

Vault 12[breyta | breyta frumkóða]

Í Vault 12 var ákveðið að athuga hvernig áhrif geislavirkinin hafði á mannslíkaman og var þessvegna ákveðið að loka ekki alveg hurðinni á þessu Vaulti, heldur skildu yfirvöld eftir litla rifu sem leifði geislavirku lofti að komast inn hægt og rólega. Þó fljótt varð þetta Vault dautt, en geislavirknin breytti fljótt öllum manneskjunum í Ghouls.[11]

Vault 43[breyta | breyta frumkóða]

Vault 43 var einhverskonar tilraun en þar var sett inn aðeins 20 menn, 10 konur og 1 pardusdýr. Lítið annað er vitað um þetta Vault enda kemur það ekki fram í neinum af Fallout leikjunum.[12]

Vault 11[breyta | breyta frumkóða]

Vault 11 var mjög venjulegt Vault en þar má geta til að þar bjuggu margir, en því miður var tölva sem stjórnaði öllu, en hún skiptaði Vault búunum að á hverju ári þyrftu þau að fórna einni manneskju eða þau myndu öll deyja. Þetta gekk á í svolítinn tíma en skyndilega urðu stríð úr þessu og byrjuðu allskyns kosningar fyrir þessu og endaði það með því að allir byrjuðu að myrða hvorn annann. Eftir þetta voru bara 5 manneskjur eftir í Vault 11 en þau sem urðu eftir voru 4 menn og 1 kona. Þau ákvöddu að fórna sér öllum í staðin fyrir að þurfa að fórna einum, en þegar það kom að því að þau þyrftu að fórna einhverjum, gerðist ekkert. Þau föttuðu að þau hafa lifað í lygi og að þau hefðu aldrei þurft að fórna neinum, en það var einmitt það sem tölvan vildi að þau myndu gera, það var að brjóta reglurnar, þótt að þau höfðu uppgvötað þetta og séð að það var enginn að fara að deyja, frömdu þau öll sjálfsmorð nema einn maður, en ekki er vitað hvaða maður það var eða hvert hann fór.[13]

Þetta er bara brot af broti af öllum þeim Vaultum sem má finna í leiknum en eins og má sjá hér er mjög mismunandi hvernig þessi Vault virka og hvernig yfirvöld hafa ákveðið að nota þau fyrir tilraunir.

Nuka-Cola[breyta | breyta frumkóða]

Nuka-Cola var vinsælasti drykkur veraldar áður en sprengingarnar urðu, en margar flöskur lifðu af þessar sprengingar og halda þær þessvegna áfram að vera flokkaðar sem vinsælasti drykkurinn. Nuka-Cola hefur komið fram í öllum Fallout leikjunum 1, 2, 3, New Vegas og Fallout 4, en þessi sívinsæli drykkur var fundinn upp árið 2044 af John-Caleb Bradberton, en Nuka-Cola er eini cola drykkurinn sem til er í Fallout, þessvegna má líkja honum við Coca-Cola eða Pepsi, en þar kemur eitt svoldið skemmtilegt til sögu.

Framleiðandi Coca-Cola ber nafnið John Pemberton og Pepsi framleiðandi ber nafnið Caleb Bradham. Einnig má geta til þess að gjaldmiðillinn í Fallout eru málm tappar, eða Bottlecaps sem einmitt voru notaðar á þessar flöskur, en ef þú drekkur eina slíka bætist við +1 Bottlecap í veskið þitt.[14]

Bottlecaps[breyta | breyta frumkóða]

Eins og sagt var frá hér áður eru Bottlecaps notaðir sem gjaldmiðlar í Fallout, en margir munu þá halda að það væri heimskulegt. Þá fer maður að hugsa „Af hverju? Af hverju ætti það að vera heimskulegt?“ Það er að vísu ekki svo heimskulegt þar sem framleiðsla á þeim er löngu hætt og er takmarkað magn til af þeim, peningarnir í Fallout (þeir sem voru notaðir fyrir sprengingar) eru í raun ekkert verðmætari en þessir Bottlecaps þar sem peningurinn er í raun bara pappír og bómull, miðað við Bottlecaps sem eru úr málmi.[15]

Vopn[breyta | breyta frumkóða]

Fat Man[breyta | breyta frumkóða]

Fat Man er kjarnorkuvopn í Fallout sem gerir þér kleyft að skjóta kjarnorkusprengjum frá öxlinni þinni. Nafnið á byssuni kemur frá kjarnorkusprengjunni sem var varpað á Nagasaki í Japan árið 1945 í enda seinni heimsstyrjöldinni. Fat Man vopnið er einnig til í alvörunni en það ber nafnið Davy Crockett.[16]

Megaton Kjarnorkusprengja[breyta | breyta frumkóða]

Fallout 3 byrjar þannig að þú átt að reyna að finna faðir þinn sem skyndilega ákvað að yfirgefa Vaultið sem þið dveljið í en þú byrjar á því þegar þú ferð út úr Vaultinu að hlaupa í átt að bæ sem heitir Megaton en þegar þangað er komið kemur í ljós að það búa fjölmargir í þeim bæ, en ef það er labbað er aðeins lengra inn í bæinn kemur í ljós að inni í bænum liggur óvirk kjarnorkusprengja sem er mögulega sú stærsta sem kemur í sögu við Fallout leikjunum, en leikurinn gerir spilendum kleyft að aftengja sprengjuna eða að láta hana springa og þá Megaton með því, en þessi seinni valkostur er ekki leyfilegur í Japönsku gerðinni af leiknum, en ástæðan fyrir því er vegna þess að þessi atburður á að líkjast við kjarnorkusprenginguna í Hiroshima.[17]

Raddir og leikarar[breyta | breyta frumkóða]

Í New Vegas er mikið um spílavíti og slíkt rétt eins og er í Vegas borginni í Bandaríkjunum en í leiknum sjálfum er tölva sem ber nafnið Mr. New Vegas en þessi tölva er einmitt raddleikin af Wayne Newton sem er þekktur sem Mr. Las Vegas í okkar raunverulega heimi. Aðrir nafnkenndir aðilar sem raddléku í Fallout: New Vegas eru m.a. Kris Kristofferson, Matthew Perry, Danny Trejo, Ron Pearlman og Zachary Levi[18]. Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni að Bethesda vilji fjá frægt fólk til þess að raddleika í tölvuleikjum þeirra.

Í Fallout 4 er hundur sem þú getur svo seinna með ættleitt og gefið allskonar skipanir, sem eiga að láta hann hjálpa þér í gegnum leikinn, en eins og oft með Fallout leikina er þér frjálst að gera allt, til dæmis að hafa hundinn með þér. Hundurinn ber nafnið Dogmeat og er raddleikinn og mótaður af hund sem ber nafnið River River og er í eigu Michelle Burgess], sem vann hjá Bethesda frá árunum 2007 til 2011, en maðurinn hennar Joel Burgess vann þar til Maí 2016.


Af hverju er Fallout ólíkur öðrum leikjum?

Fallout leikirnir eru mjög ólíkir öðrum fyrstu eða þriðjupersónu skotleikjum og myndi það vera umhverfið, sagan og frelsið sem spilar þar sterkt inn. En þú getur einmitt farið nákvæmlega þangað sem þú vilt, þegar þú vilt og drepið hvern sem þú vilt.

Oftast þegar það er eitthvað sem hægt er að bæta í þessum leikjum eru oftast spilendur út í heimi sem búa þá til ákveðin „mods“ fyrir leikinn sem breyta honum eins og þú vilt hafa hann.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. https://en.wikipedia.org/wiki/Interplay_Entertainment
  2. http://fallout.wikia.com/wiki/Ghoul
  3. http://fallout.wikia.com/wiki/Raiders
  4. Tekið beint úr spilun Fallout 4
  5. http://fallout.wikia.com/wiki/Super_mutant
  6. http://fallout.wikia.com/wiki/Vault_108
  7. http://fallout.wikia.com/wiki/Vault
  8. http://fallout.wikia.com/wiki/Vault_19
  9. http://fallout.wikia.com/wiki/Vault_68
  10. http://fallout.wikia.com/wiki/Vault_69
  11. http://fallout.wikia.com/wiki/Vault_12
  12. http://fallout.wikia.com/wiki/Vault_43
  13. http://fallout.wikia.com/wiki/Vault_11
  14. http://fallout.wikia.com/wiki/Nuka-Cola
  15. http://fallout.wikia.com/wiki/Bottle_cap
  16. http://fallout.wikia.com/wiki/Fat_Man
  17. http://fallout.wikia.com/wiki/Megaton
  18. „Fallout: New Vegas (Video Game 2010)“. IMDb. Sótt 12. september 2021.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]