Evrópuleikarnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Evrópuleikarnir voru haldnir í fyrsta skipti þann 12. júní 2015 í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan. Íþróttamenn frá öllum löndum Evrópu tóku þátt í leikunum, sem fóru fram á vegum Evrópsku ólympíunefndanna. Leikarnir eru haldnir á fjögurra ára fresti eins og Ólympíuleikarnir. Búið er að staðfesta keppni í um 20 greinum eftir að samningar náðust við evrópsku sérsamböndin fyrir sund, fimleika og frjálsar íþróttir.

Evrópuleikarnir eru nýjustu álfuleikarnir, á eftir Asíuleikunum (1951), Ameríkuleikunum (1951), Afríkuleikunum (1965) og Kyrrahafsleikunum (1963).

  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.