Fara í innihald

Elias Lönnrot

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Elias Lönnrot
Elias Lönnrot
Fæddur: 9. apríl 1802
Sammatti, Uusimaa, Svíþjóð (nú Finnlandi)
Látinn:19. mars 1884
Sammatti, Uusimaa, Stórfurstadæmið Finnland, Rússneska keisaraveldinu (nú Finnland)
Starf/staða:Læknir, textafræðingur, ljóðasafnari
Þjóðerni:Finnskur

Elias Lönnrot (9. apríl 1802 – 19. mars 1884) var finnskur læknir, textafræðingur og safnari gamalla finnskra sögukvæða. Hann er þekktastur fyrir að hafa safnað saman og skapað goðsagnakvæðið, Kalevala, (1835, aukið 1849), úr styttri kvæðum og danslögum[1] sem hann safnaði úr finnskri sagnahefð í nokkrum ferðum sínum um Finnland, Lappland, Rússnesku Karelíu, Kólaskaga og Eystrasaltslöndin.[2] Hann setti einnig saman fyrstu finnsk-sænsku orðabókina[3] og setti hana upp í stafrófsröð en ekki eftir orðsifjum eins og hafði verið venjan áður.[4][5] Að auki samdi hann fyrstu flóruna á finnsku máli: Flora Fennica – Suomen Kasvisto 1860 í stað latínu. Hún var svo endurútgefin og aukin með aðstoð Th. Saelan 1866 [6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Britannica.com Geymt 4 mars 2020 í Wayback Machine Elias-Lonnrot, retrieved 22 Nov 2016
  2. Majamaa, Raija (2014). „Lönnrot, Elias (1802 - 1884)“. The National Biography of Finland. Sótt 1. maí 2016.
  3. Savolainen, Erkki (1998). „3.6.3 Lönnrotin sanakirja (1880)“. Internetix (finnska). Otavan opisto. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. júní 2016. Sótt 1. maí 2016.
  4. Pulkkinen, Paavo (1995). Sprog i Norden: 32–40. ISSN 2246-1701. {{cite journal}}: |title= vantar (hjálp)
  5. The history of linguistics in the Nordic countries.
  6. Þessi útgáfa er til hér henriettesherbal
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.