Ekta grískt brúðkaup
Ekta grískt brúðkaup | |
---|---|
My Big Fat Greek Wedding | |
Leikstjóri | Joel Zwick |
Höfundur | Nia Vardalos |
Framleiðandi | Gary Goetzman Tom Hanks Rita Wilson |
Leikarar | Nia Vardalos John Corbett Lainie Kazan Michael Constantine Ian Gomez |
Kvikmyndagerð | Jeffrey Jur |
Klipping | Mia Goldman |
Tónlist | Alexander Janko Chris Wilson |
Dreifiaðili | IFC Films Playtone |
Frumsýning | 19. apríl 2002 |
Lengd | 95 mín. |
Tungumál | enska |
Aldurstakmark | Leyfð öllum |
Ráðstöfunarfé | $5.000.000 |
Ekta grískt brúðkaup (enska: My Big Fat Greek Wedding) er bandarísk gamanmynd sem er skrifuð af Niu Vardalos og leikstýrt af Joel Zwick. Myndin var fimmta tekjuhæsta kvikmyndin árið 2002 í Bandaríkjunum, með 241.438.208 dollara gróða, og tekjuhæsta rómantíska-gamanmyndin í sögunni. Hún er líka tekjuhæsta myndin sem hefur aldrei verið á toppi vinsældalistanna. Á 76. Óskarsverðlaunahátíðinni var hún tilnefnd fyrir besta handritið.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Myndin fjallar um Fotulu „Toulu“ Portokalos, grísk-ameríska konu (Nia Vardalos, sem einnig skrifaði handritið), sem verður ástfangin af sögukennaranum Ian Miller (John Corbett). Myndin sýnir einnig baráttu hennar við fjölskyldu sína, sem er mjög stolt af menningu sinni, siðum og gildum og vill halda þeim í fjölskyldunni og stundum er sambandið erfitt en það endar allt vel.
Toula er að ganga í gegnum snemmbúna miðaldra-tilvistarkreppu. Þegar hún er þrítug, er hún eina konan í fjölskyldunni sinni sem hefur „fallið“ í grískum siðum (fjölskyldan hennar ætlast til þess að hún giftist Grikkja, eignist grísk börn og gefi öllum að borða þangað til þau deyja). Í staðinn er Toula föst í því að reka fjölskyldufyrirtækið, veitingastaðinn „Dancing Zorba's“. Miðað við systur sína, Athenu (Stavroula Logothetis), er Toula uppstökk, bitur manneskja sem getur varla látið minnstu drauma sína og þrár rætast. Toula, sem er nú þrítug, óttast að líf hennar verði svona til frambúðar.
Á veitingastaðnum, rekst hún á Ian Miller (John Corbett), kennara (persónan deilir fyrsta nafni með jafn-grískum eiginmanni í Vardalos fjölskyldunni, Ian Gomez, sem leikur aukahlutverk í myndinni). Með hjálp móður sinnar Mariu (Lainie Kazan), talar hún föður sinn „Gus“ (Michael Constantine) á það að hún fari í háskólann og taki námskeið í tölvum og segir hún að það geti hjálpað til við viðskiptin á veitingastaðnum. Þar sem henni er meira annt um útlit sitt nú en áður fyrr, skiptir hún út ljótu gleraugunum sínum fyrir linsur og byrjar að farða sig og klæðast aðlaðandi kjólum. Tilkynningataflan í skólanum kynnir námskeið fyrir tölvur á ferðaskrifstofum. Frænka Toulu, Volua, rekur ferðaskrifstofu og ákveður Toula að skipta um starf og fer að vinna hjá frænku sinni. Með hjálp móður sinnar og frænku tekst þeim að telja föður Toulu (með því að láta hann halda að hann eigi hugmyndina) á að hún fari að vinna á ferðaskrifstofunni svo að Voula geti verið meira með eiginmanninum sínum sem rekur fatahreinsun.
Toulu líður mun betur í nýju vinnunni, sérstaklega þegar hún sér að Ian er fyrir utan og er að horfa á hana í gegnum gluggann. Þau kynna sig loksins fyrir hvort öðru og fara á stefnumót. Ian fattar ekki strax að Toula er uppstöka gengilbeinan frá Zorba's en þegar hann kemst að því segir hann Toula að hann vilji verja meiri tíma með henni. Hún heldur sambandinu leyndu fyrir fjölskyldunni þar til nokkrum vikum seinna þegar Gus (faðir hennar) kemst að því. Gus verður fúll út í Toulu því að Ian er ekki grískur. Ian biður um leyfi til þess að fá að halda áfram að hitta Toulu. Gus neitar, en Toula og Ian halda samt áfram að hittast.
Ian biður Toulu og hún játast honum og neyðist Gus til þess að samþykkja samband þeirra. Ian samþykkir strax að vígjast inn í grísku rétttrúnaðarkirkjuna til þess að vera nógu góður fyrir Toulu og er skírður á hefðbundinn hátt. Í páskaveislufjölskyldunnar segist hann vera grænmetisæta — sem veldur fjölskyldunni miklum áhyggjum — og hann á erfitt með að bera fram grísk orð.
Árið heldur áfram að líða og brúðkaupsplönin fara í rúst þegar ættingjar Toulu fara að „hjálpa“ henni; faðir hennar krefst þess að allir í kirkjunni komi í athöfnina, móðir hennar pantar boðskortin en stafar nöfn foreldra Ians vitlaust og frænka Toulu, Nikki, pantar brúðarmeyjarkjólana. Toula verður mjög hrædd þegar hún kemst að því að foreldrar hennar hafa boðið allri fjölskyldinni í það sem átti að vera þægilegur og lítill kvöldverður með Miller-hjónunum, sem eru óvön svona mikilli samheldni í fjölskyldunni.
Brúðkaupsdagurinn rennur upp með vandræðum og hamagangi en brúðkaupið sjálft gengur hnökralaust fyrir sig. Allir fara í veisluna og Miller hjónin (uppfull af glösum af ouzo) byrja að una sér vel í gríska partýstílnum. Gus heldur ræðu og býður Ian og foreldra hans velkomin í fjölskylduna.
Gus og Maria hafa keypt gjöf handa ungu hjónunum: hús við hliðina á þeirra húsi. Lokaatriði myndarinnar sýnir lífið hjá þeim nokkrum árum seinna þegar þau eiga dóttur sem þau ala upp að grískum sið.
Leikendur
[breyta | breyta frumkóða]- Nia Vardalos sem Fotoula "Toula" Portokalos
- John Corbett sem Ian Miller
- Michael Constantine sem Kostas "Gus" Portokalos
- Lainie Kazan sem Maria Portokalos
- Andrea Martin sem Voula frænka
- Savroula Logothettis sem Athena Portokalos
- Louis Mandylor sem Nick Portokalos
- Gia Carides sem Nikki frænka
- Joey Fatone sem Angelo frændi
- Bruce Gray sem Rodney Miller
- Fiona Reid sem Harriet Miller
- Arielle Sugarman sem Paris Miller
- Jayne Eastwood sem Frú White
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „My Big Fat Greek Wedding“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt september 2009.