Egils Pilsner

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Egils Pilsner er íslensk bjórtegund sem var fyrst framleidd árið 1917 af Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. Egils Pilsner var þriðja framleiðsluvara þessa unga fyrirtækis, sem átti eftir að vaxa og dafna svo um munaði á næstu árum. Egils Pilsner er enn framleiddur í dag og hefur því verið drukkinn í 100 ár. Síðustu ár bjórbannsins á Íslandi kom upp sú tíska að blanda sterku áfengi, til dæmis vodka saman við Egils Pilsner og var það kallað bjórlíki.

Hægt er að fá Egils Pilsner sem léttöl en einnig er hægt að kaupa drykkinn í ÁTVR sem bjór og þá 4% að alkohólsstyrkleika.