Denver Nuggets

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Denver Nuggets er körfuknattleikslið frá borginni Denver sem spilar í NBA-deildinni. Liðið var stofnað sem Denver Larks árið 1967 og spilaði í ABA-deildinni. Liðið gekk í NBA árið 1976. Árið 2023 komust Nuggets fyrst í NBA-úrslit gegn Miami Heat og vann sinn fyrsta titil.

Meðal núverandi leikmanna eru Nikola Jokić (sem vann MVP-titla í deildinni 2020-2021 og 2021–22) og Jamal Murray.

Meðal annarra leikmanna í sögu liðsins má nefna: Carmelo Anthony, Alex English, Allen Iverson og Dikembe Mutombo.