Claude Joseph Rouget de Lisle

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rouget de Lisle, 1792.

Claude Joseph Rouget de Lisle (10. maí 1760 – 26. júní 1836) var franskur tónlistarmaður og tónskáld einkum þekktur fyrir að hafa samið La Marseillaise, þjóðsöng Frakklands.

Rouget de Lisle, sem var sonur lögfræðings, naut góðra uppeldisskilyrða og sýndi fljótt hæfileika fyrir kvæðasmíðar og tónlist.

Hann innritaðist í í franska herinn og 1784 hlaut hann stöðu liðsforingja og 1789 stöðu kapteins.

24. apríl 1792, þar sem hann dvaldist í virki í Strassborg samdi hann sitt allra frægasta verk, La Marseillaise.

Rouget de Lisle var hlynntur konungdæminu og neitaði að sverja eið við hina nýju stjórnarskrá. Fyrir það var hann sviptur sínum titli og honum hent í fangelsi.

Við Quiberon særðist hann í baráttunni gegn útflytjendunum og hætti eftir það í hernum.

Á keisaratímabilinu og restauration-tímanum naut hann ekki mikillar velþóknunar sem höfundur la Marseillaise og dró fram lífið af tónsmíðum, að búa til óperutexta og lirískum kvæðum án mikils listræns verðleika. Árið 1830 veitti Loðvík Filippus honum eftirlaun. Að honum látnum 24. april 1892, á hundrað ára afmæli La Marseillaise, var síðan afhjúpað minnismerki um hann í Choisy-le-Roi þer sem hann bjó síðustu árin og dó.