Chromatica

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Chromatica
Breiðskífa eftir
Gefin út29. maí 2020 (2020-05-29)
Tekin upp2017–2020
Hljóðver
  • Conway (Hollywood)
  • EastWest (Hollywood)
  • Electric Lady (New York-borg)
  • Good Father (Los Angeles)
  • Henson (Los Angeles)
  • MXM (Los Angeles)
  • Sterling Sound (New York-borg)
  • Utility Muffin Research Kitchen (Hollywood Hills)
Stefna
Lengd43:08
Útgefandi
Stjórn
Tímaröð – Lady Gaga
A Star Is Born
(2018)
Chromatica
(2020)
Love for Sale
(2021)
Smáskífur af Chromatica
  1. „Stupid Love“
    Gefin út: 28. febrúar 2020
  2. „Rain on Me“
    Gefin út: 22. maí 2020
  3. „911“
    Gefin út: 18. september 2020
  4. „Free Woman“
    Gefin út: 13. apríl 2021

Chromatica er sjötta stúdíóplata bandarísku söngkonunnar Lady Gaga. Platan var gefin út 29. maí 2020 af Interscope Records og dótturfyrirtækinu Streamline. Gaga stýrði framleiðslunni með BloodPop og ýmsum öðrum framleiðendum. Gaga vék frá lágstemmdari stíl fyrri verka sinna, Joanne og A Star Is Born, og sneri aftur til danspoppróta sinna. Chromatica sækir innblástur sinn frá hústónlist frá fyrri hluta tíunda áratugarins og cyberpunk.

Platan fjallar um hugmyndir um óbilandi hamingju og leit að heilun. Lögin á Chromatica fjalla um þemu sem eru innblásin af misheppnuðum ástarsamböndum og baráttu Gaga við andlega heilsu sína. Tónlistin einkennist af gervihljóðfærum, slagverkum, groove og hljómsveitarútsetningum sem sameina yfirgripsmiklar laglínur. Blackpink, Ariana Grande og Elton John koma fram á plötunni. Meirihluti plötunnar var tekinn upp í Henson Recording Studios og stúdíóinu heima hjá Gaga í Hollywood Hills. Interscope auglýsti Chromatica meðal annars í sjónvarpi og með samstarfsverkefnum við fyrirtæki, eins og Oreo. COVID-19 heimsfaraldurinn hafði þó neikvæð áhrif á markaðsherferð plötunnar. Til að kynna plötuna fór Gaga í tónleikaferðalagið The Chromatica Ball í júlí 2022, eftir að því hafði verið frestað tvisvar sinnum vegna heimsfaraldursins.

Fjórar smáskífur voru gefnar út af plötunni. Aðalsmáskífan, „Stupid Love“, komst í fimmta sæti á Billboard Hot 100 vinsældarlistanum. Önnur smáskífan „Rain on Me“ (með Ariana Grande) komst í efsta sæti vinsældarlistans og varð fimmta smáskífa Gaga til að ná þeim árangri. Lögin „911“ og „Free Woman“ voru gefin út sem smáskífur í nokkrum löndum.

Chromatica fékk góðar móttökur frá tónlistargagnrýnendum sem lofuðu meðhöndlun viðfangsefnisins, en upptökustjórn hústónlistarinnar var gagnrýnd. Á 63. Grammy-verðlaunahátíðinni var Chromatica tilnefnd sem besta popp-söngplatan og „Rain on Me“ vann verðlaun fyrir Best Pop Duo/Group Performance, önnur verðlaun Gaga í flokknum. Platan náði efsta sæti vinsældarlista í ýmsum löndum, þar á meðal í Bandaríkjunum, þar sem hún var sjötta plata í röð Gaga til að ná efsta sæti á Billboard 200 vinsældarlistanum. Endurhljóðblanda af Chromatica var gefin út 3. september 2021 undir nafninu Dawn of Chromatica og inniheldur fjölda yngri og nýrri listamanna.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

Lagalisti hefðbundnu útgáfu plötunnar:

  1. „Chromatica I“
  2. „Alice“
  3. „Stupid Love“
  4. „Rain on Me“ (ásamt Ariana Grande)
  5. „Free Woman“
  6. „Fun Tonight“
  7. „Chromatica II“
  8. „911“
  9. „Plastic Doll“
  10. „Sour Candy“ (ásamt Blackpink)
  11. „Enigma“
  12. „Replay“
  13. „Chromatica III“
  14. „Sine from Above“ (ásamt Elton John)
  15. „1000 Doves“
  16. „Babylon“

Aukalög á öðrum útgáfum plötunnar:

  • „Love Me Right“
  • „1000 Doves“ (piano demo)

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]