Calais

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bryggjan í Calais.

Calais (borið fram [kaˈlɛ], hollenska: Kales) er bær í Norður-Frakklandi í umdæminu Pas-de-Calais. Þó Calais sé stærsti bærinn í umdæminu er höfuðborg þess Arras, sem er þriðji stærsti bær umdæmisins. Íbúar Calais voru 125,584 frá og með manntali árið 1999.

Calais liggur að Ermarsundinu þar sem það er aðeins 34 km að breidd, og er sá bær í Frakklandi sem er næstur Englandi. Einu sinni var bærinn og svæðið í kring hann undir stjórn Englands. Þegar skýrt er, eru hvítu klettarnir í Dover sjáanlegir frá Calais. Gamli bærinn, Calais-Nord, er staddur á mannbyggðri eyju sem er umkringd skurðum og höfnum. Nýrri hluti bæjarins, St-Pierre, liggur suðvestan við gamla bæinn. Vegna legu sinnar hefur Calais verið mikilvæg höfn í margar aldir. Ferjur sigla þangað frá Dover í Englandi og þetta er aðalleið á milli þessara landa. Munni Ermarsundsganganna er nálægur Calais í Coquelles.

Fólk hefur búið í Calais frá ómunatíð, en Rómverjar kölluðu bæinn Caletum. Með tíð og tíma varð Calais mikilvægur hafnarbær. Bærinn var undir stjórn ýmislegra landa og talaði fólkið aðallega hollensku. Játvarður 3. Englandskonungur hélt að hann væri lögmætur konungur Frakklands og ákvað að gera innrás á Calais árið 1347, vegna legu hans við England. Brétigny-sáttmálinn lét Calais af hendi til Englands. Í tvær aldir var Calais hluti Englands og var með fulltrúa í Enska þinginu. Loksins tók Frakkland Calais aftur í sínar hendur árið 1558. Árið 1805 komu hermenn Napóleons saman í Calais fyrir áætlaða innrás á Englandi. Á fyrri heimsstyrjöldinni var Breski herinn staðsettur í bænum, en á seinni heimsstyrjöldinni var orrustan við Calais háð þar.

Orðsifjafræði; nafnið kemur fyrst fyrir 1180 sem Calesium á latínu og Kales á gamal-flæmsku. líklegast þikir að nafnið sé komið úr keltnesk caleto-, sem merkir hart, sbr. staðarnafnið Caleti, og þjóðflokksheitið Caletes, yfir þjóðflokk sem bjó þar sem nú er Belgía og svæðið Caux dregur nafn sitt af.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]