C.A. Bella Vista

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Club Atlético Bella Vista
Fullt nafn Club Atlético Bella Vista
Gælunafn/nöfn Papales (páfarnir), Auriblancos
Stytt nafn Bella Vista
Stofnað 1920
Leikvöllur Estadio José Nasazzi, Montevideo
Stærð 10.000
Stjórnarformaður Juan Paulo Nuñez
Knattspyrnustjóri Danielo Nuñez
Deild 2. deild
2022 1. sæti í 3. deild
Heimabúningur
Útibúningur

Club Atlético Bella Vista, betur þekkt einfaldlega sem Bella Vista er úrúgvæskt knattspyrnulið frá Montevídeó, stofnað þann 4. október árið 1920. Það státar af einum úrúgvæskum meistaratitli en hefur í seinni tíð lent í miklum fjárhagskröggum.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Bella Vista var stofnað af hópi ungra manna í í Montevideo árið 1920. Strax árið eftir hóf liðið keppni í úrúgvæsku deildarkeppninni. Vöxtur félagsins var mikill í fyrstu undir forystu José Nasazzi sem jafnframt var fyrirliði úrúgvæska landsliðsins sem fór með sigur af hólmi á HM 1930 þar sem annar Bella Vista-leikmaður, Pablo Dorado, kom þar einnig mikið við sögu.

Frá desember 1930 til maí 1931 lagði Bella Vista í mikla keppnisferð vítt og breitt um Suður-Ameríku og fékk allnokkra lánsmenn úr heimsmeistaraliðinu með til fararinnar.

Árið 1932 var atvinnumennska innleidd í Úrúgvæ og tók Bella Vista þá að dragast aftur úr stærstu liðunum, þannig gekk José Nasazzi til liðs við Nacional. Nasazzi mun hafa látið þóknunina sem hann fékk fyrir félagaskiptin renna til síns gamla liðs. Heimavöllur Bella Vista ber nafn hans í dag.

Á sjötta og sjöunda áratugnum var Bella Vista að mestu í næstefstu deild en hafði þó stundum viðdvöl meðal þeirra bestu. Árið 1981 tók félagið í fyrsta sinn þátt í Copa Libertadores. Það hefur síðan endurtekið þann leik fimm sinnum, síðast árið 2000. Oftast hefur félagið fallið út í fyrstu umferð riðlakeppni en 1999 komst það alla leið í fjórðungsúrslitin.

Fyrsti og eini meistaratitill Bella Vista vannst árið 1990. Sigurinn varð furðu einfaldur og lauk liðið keppni með sjö stigum meira en Nacional sem varð í öðru sæti. Ekki tókst að fylgja þessari velgengni eftir á næstu árum.

Frá aldamótum hafa fjárhagsvandræði einkennt rekstur félagsins. Leiktíðina 2013/14 tókst liðinu ekki að ljúka keppni í 2. deild vegna fjárskorts og í kjölfarið var meistaraflokkurinn lagður niður. Árið 2017 hóf Bella Vista þó að nýju þátttöku í deildarkeppninni.

Einkennislitir og viðurnefni[breyta | breyta frumkóða]

Ráðandi litir í merki og liðsbúningi Bella Vista eru blár, hvítur og gulur. Algengasta skýringin er sú að um sé að ræða vísun í fána Vatíkansins og skýrir það viðurnefnið Páfarnir. Önnur tilgáta er þó á þá leið að litavalið hafi átt að fela í sér viðurkenningu á að Nacional og Peñarol væru yfirburðalið í Úrúgvæ og því hafi verið ákveðið að velja liti með skírskotun til þeirra beggja.

Titlar[breyta | breyta frumkóða]