Burðarlaupur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tveir menn í fjallgöngu í Færeyjum árið 1898. Farangur þeirra er borinn í laup sem liggur hjá þeim.

Burðarlaupur eða meis er rimlakassi til að flytja í hey eða annan varning. Laupar voru fyrr á öldum mikilvægt tæki til flutninga í Færeyjum vegna landshátta þar. Menn báru laupa á baki sem var bundinn með hrosshársreipum og bandi yfir höfuð svo hendur væru frjálsar á meðan gengið var. Þannig var hægt að flytja hey frá litlum heyskikum í bröttum hlíðum og fisk, egg, ull og ýmsan varning annan. Laupur var líka mælieining og voru í notkun ýmsar stærðir af laupum og ýmsar gerðir. Afar algengt var að flytja til eldiviðar í laupum. Færeyska orðið fyrir laup er leypur. Orðatiltækið „Að leggja upp laupana“ vísar til slíkra rimlakassa.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]