Brissafi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brissafi er vökvi sem myndast í brisinu sem er hluti af meltingarkerfi líkamans. Brissafinn sér um stóran hluta efnameltingar í smáþörmum. Hann myndast í brisinu og berst þaðan eftir brisgöngum í skeifugörnina sem er fyrsti hluti smáþarmanna.

Í honum eru þrjú mikilvæg ensím: Amýlasi sem klýfur kolvetni niður í maltósa og heldur áfram því starfi sem munnvatnsamýlasi byrjar á í munni. Trypsín sem klýfur prótín í fjölpeptíð á sama hátt og pepsín magans. Lípasi brýtur svo niður fitu í fitusýru og glýseról og líkur þar með meltingu fitu. Til þess að lípasi nái að vinna sitt verk verða þó gallsölt að vera búin að sundra fitunni fyrst í dropa.

Auk þess er í honum brismylasi sem brýtur niður mjölva svo úr verður maltósi, auk þess trypsún og kymotrypsín sem brýtur prótín niður í peptíð og þá sér annað ensím, peptíðasi, um að brjóta peptíðin niður í amínósýrur sem líkaminn getur þá nýtt sér bæði til að mynda ný prótín og glúkósa og núkleasa sem brýtur kjarnsýrur niður í kirni

Þegar búið er að brjóta þessar einingar niður geta smáþarmarnir tekið þau upp með frásogi og líkaminn getur nýtt sér þær.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  • „Getur maður lifað án þess að hafa bris?“. Vísindavefurinn.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.