Brewster F2A Buffalo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brewster Buffalo vél bandaríska flughersins á flugi þann 2. ágúst 1942.

Brewster F2A Buffalo var bandarísk orrustuvél sem var notuð af ýmsum herjum í Seinni heimsstyrjöldinni. Vélin reyndist bandaríska flughernum illa, sérstaklega er hún þurfti að etja kappi við bestu orrustuvél Japana á þessum tíma, Mitsubishi A6M2 Zero. Hún þótti þunglamaleg og óörugg og var uppnefnd "líkkistan fljúgandi" af bandarískum flugmönnum. Bretar, Belgar og Hollendingar notuðu vélina einnig en það var helst finnski flugherinn sem náði einhverjum árangri í notkun vélarinnar í baráttu Finnlands gegn Rússum 1941 - 1944. Finnskir flugmenn kölluðu vélina "perlu himinsins" (fi:Taivaan helmi).