Borgarísjaki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Borgarísjakar við Grænland.
Aðeins lítill hluti af borgarísjaka er ofan sjávar.

Borgarísjaki eða borgarís er ísjaki sem hefur brotnað úr jöklum sem skríða í sjó fram eða liggja meðfram strönd. Stærsti hluti af borgarísjaka er neðansjávar. Hafís getur annaðhvort verið borgarís sem kemur úr jöklum eða frosið vatn á yfirborði sjávar.

Borgarís við Ísland[breyta | breyta frumkóða]

Borgarís sem flýtur á hafinu við Ísland kemur úr jöklum Grænlands og berst með Austur-Grænlandsstrauminum hingað vestan úr Grænlandssundi eða beint úr norðri á norðausturhluta Íslands.

Uppbygging[breyta | breyta frumkóða]

Eðlisþyngd borgarísjaka er 920 kg/m³. Vegna lítils munar við eðlisþyngd sjávar sem er 1025 kg/m³ er eingöngu 1/9 hluti ísjakans sem nær upp fyrir yfirborð sjávar. Erfitt er að dæma lögun hans undir sjávarmáli með því að horfa á hann ofansjávar. Þetta vandamál hefur leitt af sér máltækið "toppurinn á ísjakanum".

Algeng stærð ísjaka er 1-75 metrar yfir sjávarmáli og 100.000 - 200.000 tonn. Heimsmetið yfir stærsta borgarísjaka er að finna á Norður-Atlantshafi, en þar fannst ísjaki með 168 metra yfir sjávarmáli sem greint var frá ísbrjót árið 1958. Þessi hæð er jöfn 55 hæða byggingu. Ísjakar eins og þessi eiga uppruna sinn frá jöklum vestur Grænlands og innra hitastig þeirra er -15 til 20 °C.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

erlendir