Blæösp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blæösp

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Víðiætt (Salicaceae)
Ættkvísl: Aspir (Populus)
Geiri: Populus
Tegund:
Blæösp (P. tremula)

Tvínefni
Populus tremula
L.
Útbreiðslusvæði
Útbreiðslusvæði

Blæösp (fræðiheiti: Populus tremula) er tré af víðisætt, en heimkynni hennar er Mið- og Norður-Evrópa og Asía. Íslenska blæöspin hefur fundist villt á sex stöðum á landinu. Erlendis getur blæösp orðið 10-25 metra há, en er hæst 13 metra á Íslandi. Vegna beitar vex hún þar oftast sem runni sem vex út frá rótarskotum, einkum í móum og kjarrlendi. Laufblöðin eru stilklöng og breytileg í laginu á sömu plöntunni, oft kringlótt eða egglaga. Fullorðin tré mynda mörg rótarskot með tímanum.

Blæöspin er hægvaxta tré sem þrífst best á hlýjum og skjólsömum stöðum í vel ræstum og sendnum jarðvegi og virðist þola illa samkeppni við öflugan grasvöxt.[1]

Lauf
Fullorðið tré

Súlublæösp (P. tremula erecta) er mjótt afbrigði hennar sem fannst í Suður-Svíþjóð og er notað sem skrauttré víða.

Blæösp er skyld hinni norð-amerísku nöturösp (P. tremuloides).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.