Blágerlar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Cyanobacteria
Tvær samhangandi Chroococcus frumur.
Tvær samhangandi Chroococcus frumur.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Gerlar
Fylking: Blágerlar
Ættbálkar

Flokkunarfræði blágerla er enn nokkuð á reiki[1], en flokkunarfræðigátt bandarísku líftæknigagnamiðstöðvarinnar (NCBI) gefur eftirfarandi skiptingu í ættbálka[2]:
Chroococcales
Gloeobacterales
Nostocales
Oscillatoriales
Pleurocapsales
Prochlorales
Stigonematales

Blágerlar (kallast einnig blábakteríur, blágrænar bakteríur eða blágrænir þörungar) er fylking gerla sem einkennist af súrefnismyndandi ljóstillífun. Þeir finnast víða í náttúrunni, svo sem í sjó og ferskvatni, á klöppum og steinum, þar sem þeir mynda gjarnan sýnilegar breiður sem minna nokkuð á þörungabreiður. Talið er að starfsemi blágerla með tilheyrandi súrefnisfrmleiðslu og koldíoxíðbindingu hafi umbreytt andrúmslofti jarðar fyrir um tveimur og hálfum til þremur milljörðum ára, en fyrir þann tíma var það súrefnissnautt[3].

Heimildir[breyta]

  1. A. Oren (2004) A proposal for further integration of the cyanobacteria under the Bacteriological Code. Int. J. Syst. Evol. Microbiol. 54, 1895–1902. pdf
  2. National Center for Biotechnology Information Taxonomy Browser. Skoðað 5. júní, 2011.
  3. J. M. Olson (2006) Photosynthesis in the Archean era. Photosyn. Res. 88, 109–117 pdf
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.