Bláa moskan

Hnit: 41°00′19″N 28°58′37″A / 41.0053851°N 28.9768247°A / 41.0053851; 28.9768247
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

41°00′19″N 28°58′37″A / 41.0053851°N 28.9768247°A / 41.0053851; 28.9768247

Bláa moskan í Istanbúl.
Bláa moskan

Bláa moskan eða Moska Ahmeds soldáns er sögufræg moska í Istanbúl í Tyrklandi. Hún var reist milli 1606 og 1616 á valdatíma Ahmeds 1. soldáns Tyrkjaveldisins. Þar er að finna grafhýsi Ahmeds, madrösu (skóla) og líknardeild. Veggir moskunnar að innanverðu eru þaktir handmáluðum bláum flísum. Moskan stendur við hliðina á Hagíu Sófíu sem áður var dómkirkja grísku rétttrúnaðarkirkjunnar. Báðar byggingarnar eru vinsælir ferðamannastaðir.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.