Bitruvirkjun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bitruvirkjun er allt að 135 MW jarðvarmavirkjun sem Orkuveita Reykjavíkur áformaði að reisa á Hengilssvæðinu.

Fyrirhugað vinnslusvæði er á Bitru milli Henglafjalla að vestan og raðar goshryggja úr móbergi og bólstrabergi frá Hrómundarfirði að norðan til Molddalahnjúka að sunnan. Svæðið er nálægt Ölkelduhálsi en þó ekki á ásnum sjálfum. Svæðið er innan sveitarfélaganna Ölfuss og Grímsnes- og Grímsnes- og Grafningshrepps. Landeigendur eru Orkuveita Reykjavíkur og íslenska ríkið.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hætti undirbúningi að Bitruvirkjun í kjörfar álits Skipulagsstofnunar í ágúst 2008. [1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]