Fara í innihald

Baskin-Robbins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Baskin-Robbins er bandarískur ísframleiðandi stofnaður árið 1945 í Glendale í Kaliforníu. Auk framleiðslu á ís rekur fyrirtækið ísbúðir um allan heim. Baskin-Robbins er stærsta ísbúðakeðja í heimi, en það rekur 4.500 búðir, þar af 2.300 í Bandaríkjunum. Árið 1973 var það keypt af breska fyrirtækinu J. Lyons og Co., sem sameinaðist síðar Allied Domecq. Vörumerkin Baskin-Robbins, Togo's og Dunkin Donuts voru öll sameinuð undir Allied Domecq til ársins 2006, þegar það fyrirtæki var keypt af ýmsum fjárfestingarfélögum.

Baskin-Robbins er best þekkt fyrir slagorðið „þrjátíu og eitt bragð“. Þótt brögðin séu yfir 1.000 talsins er aðeins 31 bragð í boði á verslun í einu, eða eitt bragð fyrir hvern dag mánaðarins. Í rauninni eru 32 brögð oftast í boði vegna lögunar kælanna, sem er með 32 hólfum fyrir ís.

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.