Fara í innihald

Barmahlíð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Barmahlíð er hlíð austan á Reykjanesi í Austur-Barðastrandasýslu. Hlíðin er vaxin skógi og þar er fjölbreytt blómstóð, hún þykir einkar fögur og friðsæl og um hana hafa verið ort kvæði. Vegurinn að Reykhólum liggur eftir Barmahlíð. Í hlíðinni er skógræktargirðing og hafa verið gerðar tilraunir þar með skógrækt frá 1946. Bærinn Barmar stendur í Barmahlíð.

Barmahlíð er frægust af kvæði Jóns Thoroddsens „Hlíðin mín fríða“ ásamt ferskeytlu hans um hlíðina:

Brekkufríð er Barmahlíð,
blómum víða sprottin,
fræðir lýði fyrr og síð:
fallega smíðar drottinn.