Banaba

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gervihnattarmynd af Banaba.

Banaba (gilbertíska: Bwanaba; áður oft skrifað Paanapa eða Paanopa á ensku og frönsku, líka Ocean-eyja eftir skipinu Ocean) er sú vestasta af eyjunum sem tilheyra Kíribatí í Kyrrahafi. Íbúar eru rúmlega 300 talsins.

Banaba er sú eina af Kíríbatí-eyjum sem ekki er hluti af hringrifi. Flatarmál hennar er 6 km². Hæsti punktur eyjarinnar í 81 metra hæð er jafnframt hæsti punktur Kíríbatí.

Banaba var um tíma höfuðstaður bresku nýlendunnar Gilbertseyja.

Eyjan er þekkt fyrir fosfat sem þaðan var unnið til 1979 þegar Kíríbatí hlaut sjálfstæði. Fosfatvinnslan leiddi til brottflutnings frá eyjunni og fluttust flestir til til Rabieyjar á Fídjí.

Banaba var hertekin af Japönum í síðari heimsstyrjöld og undir lok styrjaldarinnar myrtu japanskir hermenn alla 200 íbúa eyjarinnar nema einn, daginn áður en þeir gáfust upp fyrir áströlskum her. Tveir japanskir foringjar voru dæmdir fyrir morðin.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.