Atferlisgreining

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Atferlisgreining leitast við það að rannsaka atferli, hverjir undanfarar þess eru og hverjar afleiðingarnar eru. Margir þeirra sem leggja stund á atferlisgreiningu eru einnig atferlissinnar.

Atferlisgreinendur notast við hlutlægar mælingar og reyna að breyta eða bæta hegðun með því að breyta skilmálum hegðunar. Það felst iðulega í því að breyta afleiðingum og undanförum hegðunar. Þrír mælanlegir eiginleikar hegðunar eru lífeðlislegir, sjáanlegir og munnlegir. Munnlegir eiginleikar eru iðulega notaðir til marks um innri ferli. Kallað munnleg hegðun þar sem við höfum ekki aðgang að hugsunum eða hugarferlum í heila nema að einhver segi frá því. Hafa litið til eiginleika hegðunar þar sem hægt er gera hlutlægar mælingar til að geta metið árangur meðferða eða breytinga sem verða á lífi sjúklings eða lífveru. Atferlisgreining hefur lengi verið notuð á einhverfa einstaklinga. Ivar Lovaas hafði þá hugmyndafræði að einhverfar manneskjur væru ekki heilar og það þyrfti að laga þær. Einnig kallað ABA og er mikið hatað af einhverfu fólki þar sem þetta gefur í skyn að þau séu biluð eða sködduð.