Askur Yggdrasils (spil)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Askur Yggdrasils er spunaspil / hlutverkaspil. Það byggir á heimsmynd heiðni með vættum, óvættum, goðum, görpum og heimum þeirra. Þetta er að hluta eins og leikrit sem er spunnið á staðnum með hjálp persónublaða (sem sýna eiginleika persónanna) og teninga (sem gera meiri tilviljun í spunanum) og ímyndunar til að skapa söguna. Spilið var gert af Rúnari Þór Þórarinssyni og Jóni Helga Þórarinssyni 1994, sem vildu hafa RPG á íslensku.[1]

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.