Andlitsókenni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Andlitsókenni (lat. prosopagnosia, úr grísku) er dæmi um samband heila og hugarstarfsemi. Það lýsir sér þannig að fólk greinir ekki á milli andlita, sér engan mun á andlitunum og þekkir þess vegna ekki fólk af andlitinu. Þessu veldur galli í heilanum á því svæði sem sér um andlitskenni. Nánar tiltekið er þetta heilaskemmd á gagnaugablaði, oftast á hægra heilahveli.