Alyson Hannigan
Alyson Hannigan | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Alyson Lee Hannigan 24. mars 1974 |
Helstu hlutverk | |
Willow Rosenberg í Buffy the Vampire Slayer Lily Aldrin í How I Met Your Mother |
Alyson Lee Hannigan-Denisof (fædd 24. mars 1974) er bandarísk leikkona. Hún er best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Lily Aldrin í How I Met Your Mother, Willow Rosenberg í sjónvarpsþáttaröðinni Buffy the Vampire Slayer og Michelle Flaherty-Levenstein í fjórum fyrstu American Pie myndunum.
Æska
[breyta | breyta frumkóða]Hannigan fæddist í Washington, D.C. og er dóttir Emilie Posner, fasteignasala, og Al Hannigan, vörubílstjóra. Alyson er gyðingur eins og öll móðurfjölskylda hennar en á einnig ættir að rekja til Írlands. Foreldrar hennar skildu ári eftir að hún fæddist og var hún aðallega alin upp af móður sinni í Atlanta.
Þrátt fyrir að Hannigan hafði komið fram í myndinni Active Parenting sem ungabarn og leikið í auglýsingu árið 1978 var það ekki fyrr en hún flutti til Los Angeles árið 1985 að hlutirnir fóru að gerast og leiklistarferillinn byrjaði fyrir alvöru. Þar sem hún bjó hjá móður sinni gekk hún í Norður-Hollywood menntaskólann og gekk vel í áheyrnarprufum á umboðsmönnum á meðan hún heimsótti föður sinn í Santa Barbara. Eftir menntaskólann stundaði hún nám í Kaliforníu-háskóla.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta alvöru hlutverk Alyson var í myndinni My Stepmother Is an Alien, vísindaskáldsögu-grímynd frá árin 1988; og var einn af meðleikurum hennar leikarinn Seth Green, sem seinna meir lék kærastann hennar í þáttunum um Buffy. Árið 1989 fékk hún fyrsta hlutverkið sitt í sjónvarpsþáttaröð þegar hún var ráðin í skammlífu þáttaröðina Free Spirit. Á 10. áratugnum lék hún mestmegnis í auglýsingum. Árið 1997 var Hannigan ráðin í hlutverk Willow Rosenberg, bestu vinkonu Buffy, í sjónvarpsþættinum Buffy the Vampire Slayer (hún kom í staðinn fyrir Reff Regan sem lék Willow í ósýnda 25 mín. fyrsta þættinum). Þátturinn varð vinsæll og Hannigan varð þekkt andlit, sérstaklega eftir að hafa leikið í unglingamyndum eins og til dæmis American Pie, American Pie 2, Boys and Girls og American Wedding. Þegar Buffy hætti sýningum árið 2003 var Hannigan að fá 250.000 dollara fyrir hvern þátt. Hún var einnig gestaleikari í þættinum Angel þar sem hún endurtók hlutverk sitt sem Willow í nokkrum þáttum.
Snemma árið 2004 lék Hannigan á West End, og lék í sviðsuppsetningu af When Harry Met Sally, á móti Luke Perry.
Árið 2005 fór Hannigan aftur að leika í sjónvarpsþáttum og lék þá hlutverk Lily Aldrin í grínþættinum How I Met You Mother en var síðan einnig fastur gestaleikari í þáttunum Veronica Mars sem Trina Echolls.
Í febrúar 2006 lék Hannigan Juliu Jones í Data Movie.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Hannigan var einu sinni með Ginger Fish í Marilyn Manson. Hún giftist seinna leikaranum Alexis Denisof (sem lék Wesley Wyndam-Price í Buffy/Angel) í Two Bunch Palms Resort í Desert Hot Springs í Kaliforníu þann 11. október 2003. Þau keyptu hús á Santa Monica. Dóttir þeirra, Satyana Denisof, fæddist á 35 ára afmæli Hannigan.
Hlutverk
[breyta | breyta frumkóða]ÁR | KVIKMYND/ÞÁTTUR | HLUTVERK | A.T.H. | ATHUGASEMDIR |
---|---|---|---|---|
1988 | My Stepmother Is an Alien | Jessie Mills | ||
1989 - 1990 | Free Spirit | Jessie Harper | (Sjónvarpsþáttur) | Aðalhlutverk |
1993 | Almost Home | Samantha | (Sjónvarpsþáttur) | Reglulegur gestaleikari |
1996 | For My Daughter's Honor | Kelly | ||
1997 - 2003 | Buffy the Vampire Slayer | Willow Rosenberg | (Sjónvarpsþáttur) | Aðalhlutverk (144 þættir) |
1998 | Dead Man on Campus | Lucy | ||
1999 | American Pie | Michelle Flaherty | ||
2000 | Boys and Girls | Betty | ||
2001 & 2003 | Angel | Willow Rosenberg | (Sjónvarpsþáttur) | Reglulegur gestaleikari |
2001 | American Pie 2 | Michelle Flaherty | ||
2003 | American Wedding | Michelle Flaherty-Levenstein | ||
2004 | That '70s Show | Suzy Simpson | (Sjónvarpsþáttur) | Reglulegur gestaleikari |
2005 | Veronica Mars | Trina Echolls | (Sjónvarpsþáttur) | Reglulegur gestaleikari |
2005 - present | How I Met Your Mother | Lily Aldrin | (Sjónvarpsþáttur) | Aðalhlutverk (153 þættir) |
2006 | Date Movie | Julia Jones |
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Alyson Hannigan“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2009.