Alois Alzheimer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Alois Alzheimers)
Alois Alzheimer sem Alzheimerssjúkdómurinn er kenndur við

Alois Alzheimer (f. 14. júní 1864, d. 19. desember 1915) var þýskur læknir sem fæddist í Markbreit í Suður-Þýskalandi. 1887 útskrifaðist hann með doktorsgráðu frá Würzburg í Berlín.

Á Städtische Anstalt für Irre und Epileptische (Geðspítali fyrir geðveika og flogaveika) í Frankfurt aðstoðaði hann konur og gerði rannsóknir með Franz Nissl á meinafræði heilaberksins.[1] Á spítalanum hitti hann einnig Emil Kraepelin og fylgdi honum á konunglega geðspítalann 1903.[1] 1904 náði Alzheimer hæstu mögulegu gráðu frá Ludwig Maximilian háskólanum í München og var skipaður prófessor þar 1908.

3. nóvember 1906 deildi Alzheimer frá niðurstöðum sínum um meinafræði heilans og einkenni heilabilunar á Tübingen ráðstefnu suðvestur þýskra geðlækna.[1] Hann gaf út ritgerð um fyrirlesturinn og lengri ritgerð 1907 um sjúkdóminn og niðurstöður sínar.[1] Sjúkdómurinn varð ekki þekktur sem Alzheimer sjúkdómurinn fyrr en 1910 þegar Kraepelin nefndi hann í kaflanum "Presenile and Senile Dementia" í 8. útgáfu bókar sinnar Handbook of Psychiatry. Síðan 1911 hefur lýsing hans á sjúkdómnum verið notuð af evrópskum læknum.[2]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Cipriani, Gabriele; Dolciotti, Cristina; Picchi, Lucia; Bonuccelli, Ubaldo (2011). „Alzheimer and his disease: a brief history“. Neurological Sciences. 32 (2): 275–79. doi:10.1007/s10072-010-0454-7. ISSN 1590-1874. PMID 21153601. S2CID 8483005.
  2. Maurer K.; Maurer U. (2003). Alzheimer: The Life of a Physician and Career of a Disease. New York: Columbia University Press. ISBN 978-0-231-11896-5.