Alfred Binet

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alfred Binet

Alfred Binet (f. 11. júlí 1857 í Nice, d. 18. október 1911 í París) var franskur sálfræðingur.

Alfred átti mikinn þátt í þróun rannsókna í sálfræði og var mikill byltingarsinni í greindarprófum. Hans fyrsta verkefni í sambandi við það var að búa til greindarpróf fyrir börn á grunnskólaaldri. Prófið átti að greina gáfur barnanna til að hlífa hinum minna gefnu fyrir skólagöngu sem er ofviða þeirra gáfum. Þau próf sem hann prófaði eru ekki ósvipuð þeim sem eru notuð í dag. Greindarprófin hafði hann verið að þróa í einhvern tíma og hafði m.a. rannsakað greindarpróf Francis Galtons og lagði þau fyrir tvær dætur sínar sem voru einungis þriggja og fimm ára á þeim tíma. Binet komst t.d að því að í sumum tilvikum stóð eldri dóttirin sig betur heldur en fullorðnir. Augljóslega er greind barna og fullorðna ekki fólgin í gerð taugakerfisins og skynjunarhæfni, en þessi þættir höfðu verið lykilatriði í greindarprófi Galtons. Eftir margar rannsóknir komst Binet að því að aldur fólks skipti sköpum í greindarprófum sem þessum og að greind fælist í æðri hugarstarfsemi en ekki t.d. skynjunarhæfileikum eins og Galton hafði lagt áherslu á.

Til eru 5 mismunandi verkefni fyrir börn á mismunandi aldri. Binet notaði þau til að finna út greindaraldur barna. T.d. ef 7 ára barn leysir öll verkefni fyrir 6 ára, 4 fyrir 7 ára, 2 fyrir 8 ára og 1 fyrir 9 ára. Við tökum það verkefni sem barnið svaraði öllu réttu, en það var 6 ára. Síðan bætast við fimmtungur árs fyrir hvert rétt leyst verkefni. Greindaraldur barnsins er því 7 og 2/5 eða 7,4. Síðar meir notaði sálfræðingurinn William Stern þessa aðferð Binets til þess að reikna út greindarvísitölu fólks. Stern reiknaði greindarvísitöluna með því að deila greindaraldri í lífsaldur og margfaldaði það með 100. Rétt er að benda á að Lewis Terman endurbætti þessa jöfnu með því að margfalda með 100 til að fá út prósentutölu.

Próf Binets og Termans eru fyrirmyndir annarra greindarprófa sem nú eru notuð. Prófin voru þýdd yfir á öll möguleg tungumál og þar á meðal íslensku af Matthíasi Jónssyni og voru þau lögð fyrir um 4.000 íslensk börn á aldrinum 2-16 ára í kringum 1950.