Aconcagua
Útlit
(Endurbeint frá Akonkagúa)
Aconcagua | |
---|---|
Hæð | 6.962 metri |
Fjallgarður | Principal Cordillera |
Land | Argentína |
Sveitarfélag | Las Heras Department |
Hnit | 32°39′11″S 70°00′42″V / 32.6531°S 70.0117°V |
breyta upplýsingum |
Aconcagua (fullt nafn Cerro Aconcagua) er hæsta fjall Ameríku og jafnframt hæsti tindurinn bæði á suðurhveli jarðar og vesturhveli jarðar. Það stendur í Andesfjöllum 6.962 metra yfir sjávarmáli. Fjallið er í Mendoza-sýslu í Argentínu 112 km norðvestan við höfuðstað sýslunnar, borgina Mendoza. Fjallið er einn af Tindunum sjö sem eru hæstu fjöll heimsálfanna sjö.