Aaron Swartz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aaron Swartz á Creative Commons viðburði 13. desember 2008

Aaron Hillel Swartz (8. nóvember 198611. janúar 2013) var bandarískur forritari, rithöfundur, andófsmaður og aðgerðarsinni varðandi málefni Internetsins. Hann tók þátt í að þróa RSS sniðið fyrir vefstrauma og Creative Commons, vefumhverfið web.py og félagsnetið Reddit. Árið 2010 varð hann félagi í rannsóknarteymi við Harvard-háskóla sem stýrt var af Lawrence Lessig. Hann stofnaði nethópinn Demand Progress, sem þekktur er fyrir átakið Stop Online Piracy Act.

Swartz var handtekinn af lögreglu við MIT háskólann þann 6. janúar 2011 fyrir að hafa hlaðið niður vísindagreinum frá gagnagrunninum JSTOR.