Aðþrengdar eiginkonur (3. þáttaröð)
Þriðja þáttaröðin af Aðþrengdum eiginkonum fór af stað á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC þann 24. september 2006 og lauk henni 20. maí 2007. Til viðbótar við þættina tuttugu og þrjá voru tveir aukaþættir: „Tími til þess að koma öllu á hreint“ (e. Time To Come Clean) og „Safaríkustu bitarnir“ (e. The Juciest Bites) og voru þeir sýndir 3. september 2006 og 1. apríl 2007.
Persónur & leikendur
[breyta | breyta frumkóða]Leikaraliðið í Aðþrengdum eiginkonum í þriðju þáttaröð innihélt sömu persónur og fyrri þáttaröð. Orson Hodge varð regluleg persóna, eftir smá hlutverk í annarri þáttaröð. Nýjar persónur voru meðal annars Austin McCann, Alma og Gloria Hodge, Kayla og Nora Huntington, Ridley saksóknari, Ian Hainsworth, Carolyn Bigsby, Travers McLain og Victor Lang. Vegna fjölda þátta sem Laurie Metcalf, Kathryn Joosten, Dougrey Scott og Kiersten Waren höfðu leikið í voru þau tilnefnd ásamt leikaraliðinu til verðlaunanna Screen Actors Guild Award fyrir bestu búningana í gamanþáttaröð, heiður sem fer venjulega aðeins til aðalleikaranna.
- Aðalleikarar
- Teri Hatcher sem Susan Mayer
- Felicity Huffman sem Lynette Scavo
- Marica Cross sem Bree Van de Kamp
- Eva Longoria sem Gabrielle Solis
- Nicollette Sheridan sem Edie Britt
- Ricardo Antonio Chaivra sem Carlos Solis
- Andrea Bowen sem Julie Mayer
- Doug Savant sem Tom Scavo
- Kyle MacLachlan sem Orson Hodge
- Brenda Strong sem Mary Alice Young
- James Denton sem Mike Delfino
- Aðrir leikarar
- Shawn Pyfrom sem Andrew Van de Kamp
- Joy Lauren sem Danielle Van de Kamp
- Josh Henderson sem Austin McCann (þættir 48-63)
- Brent Kinsman sem Preston Scavo
- Shane Kinsman sem Porter Scavo
- Zane Huett sem Parker Scavo
- Eftirtektarverðar gestastjörnur
- Kathryn Joosten sem Karen McCluskey
- Dougray Scott sem Ian Hainsworth
- Cody Kasch sem Zach Young
- Mark Moses sem Paul Young
- Richard Burgi sem Karl Mayer
- Jesse Metcalfe sem John Rowland
- Steven Culp sem Rex Van de Kamp
- Dixie Carter sem Gloria Hodge
- Valerie Mahaffey sem Alma Hodge
- Laurie Metcalf sem Carolyn Bigsby
- John Slattery sem Victor Lang
- Kiersten Warren sem Nora Huntington
- Matt Roth sem Art Shepard
- Jason Gedrick sem Rick Coletti
- Pat Crawford Brown sem Ida Greenberg
- Jake Cherry sem Travers McLain
- Rachel Fox sem Kayla Huntington
- Gwendolina Yeo sem Xiao-Mei
Framleiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Þegar framleiðendurinir Tom Spezialy og Michael Edelstein hættu gengu Joe Keenan og George W. Perkins til liðs við aðalframleiðandan Marc Cherry. Á meðan Perkins hafði verið við þættina frá fyrstu þáttaröð, hafði Keenan verið aðalframleiðandi Fraiser-þáttanna og var glænýr í liðið.
March Cherry, Kevin Murphy, Joey Murphy, John Pardee, Alexandra Cunningham, Jenna Bans, Kevin Etten, Josh Senter og Dahvi Waller héldu áfram sem handritshöfundar og til viðbótar var framleiðandinn Joe Keenan en einnig Susan Nirah Jaffee, Bob Daily, Brian Alexander, Christian McLaughlin, Jef Greenstein og Valerie Ahern.
Sex leikstjórar störfuðu við þáttaröðina: Larry Shaw og David Grossman héldu áfram eins og Wendley Stanzler á meðan David Warren, Matthew Diamond og Sanaa Hamri leikstýrðu fyrstu þáttunumm sínum.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Aðal ráðgáta þáttaraðarinnar snýst um nýjan eiginmann Bree, Orson Hodge. Í enda annarrar þáttaraðar keyrði Orson á Mike Delfino og voru ástæður þess ekki kunnar á þeim tíma. Orson er grunaður um að halda fram hjá konunni sinni, Ölmu (sem var haldið fram að væri dáin), og drepið konum að nafni Monique Pollier, og er undir stöðugum grun húsmæðranna og annarra nágranna, sérstaklega Mike, sem er efstur á lista yfir grunaða á morði Monique. Það flækir málin að móðir Orsons, Gloria Hodge, og Alma koma til Bláregnsslóðar og taka málin í sínar eigin hendur. Húsmæðurnar eru færðar saman í þessari þáttaröð til þess að komast að hinu sanna og til að raða saman brotunum úr fortíð Orsons saman, á meðan þær glíma við sín eigin líf sem eru að valda þeim miklum vandræðum.
Saga Susan
[breyta | breyta frumkóða]Susan Mayer er komin yfir fyrrverandi eiginmann sinn, Karl, sem er ekki lengur aðalpersóna, aðeins aukapersóna. Nýja ást Susan, Mike, er í dái eftir að Orson Hodge (Kyle MacLachlan) keyrði á hann og hefur Susan verið dugleg að heimsækja hann á spítlann. Á göngum spítalans hittir hún mann að nafni Ian Hainsworth (Dougray Scott) og er konan hans, Jane, í dái. Þau fá sér kaffi saman og fara út saman og á endanum sofa þau saman. Þegar Mike vaknar úr dáinu í þriðja þættinum er Edie við hlið hans og þjáist hann af minnisleysi og hefur enga hugmynd um samband sitt við Susan. Edie, sem heldur áfram að hata Susan, notfærir sér minnisleysi Mikes og sannfærir hann um að Susan hafi komið mjög illa fram við hann og þvingar Edie Mike til þess að verða hrifinn af sér. Mike er seinna handtekinn fyrir grun um morð; Edie hættir svo með honum. Susan reynir að hjálpa Mike út úr morðmálinu; Ian, sem er afbrýðissamur út í tilfinningar Susan til Mike, nær Mike út úr fangelsi með því skilyrði að hún hafi aldrei samband við Mike aftur. Að Jane látinni trúlofast Ian og Susan. Mike segir Susan að hann vilji hana aftur og þau kyssast. Susan áttar sig á því að hún verður að gera upp á milli Ian og Mike - og hún velur Ian. En hann sér tilfinningar hennar til Mike og fer hann til Englands og slítur trúlofuninni. Susan eltir Mike inn í skóginn og kemst að því að hann hefur yfirgefið Bláregnsslóð. Hún finnur hann og þau byrja aftur saman. Þau trúlofast. Susan skipuleggur brúðkaupið þeirra - sem er sama dag og brúðkaup Gabrielle og bæjarstjórans. Brúða-stríð fer í gang og Susan áttar sig á því að hún vill bara giftast Mike og það skipti ekki máli hvar eða hvenær það sé. Um nóttina eftir brúðkaup Gaby kemur Susan Mike á óvart með litlu brúðkaupi úti í skóginum og þau giftast.
Saga Lynette
[breyta | breyta frumkóða]Lynette Scavo á erfitt með að glíma við enn annað barn, Kaylu Huntington (Rachel Fox), í fjölskyldunni. Móðir Kaylu, Nora (Kiersten Warren), átti einnar nætur gaman með Tom áður en Tom og Lynette giftust og hefur hún troðið sér inn í fjölskylduna og er það erfitt fyrir Scavo fjölskylduna, sérstaklega Lynette. Lynette er óþreyjufull að finna mann handa Noru, þar sem hún vill hana út úr húsinu eins mikið og hægt er. Þess vegna parar hún Noru saman með Carlos. Nora er drepin sem gísl í stórmarkaðnum á meðan Lynette situr við hliðina á henni, og eftirlætur hún Kaylu til Tom og Lynette. Inni í stórmarkaðnum er Lynette skotin í handlegginn.
Kayla hatar Lynette vegna þess að áður en Nora dó var hún alltaf að segja Kaylu að Lynette væri að reyna að stela henni. Þegar Lynette reynir að tengjast Kaylu verður Kayla ill og reynir meira að segja að eyðileggja æskudúkku Lynette. Ekki þarf Lynette aðeins að glíma við Noru og Kaylu heldur einnig þá staðreynd að Tom ætlar að opna pizzastað, sem gæti komið fjölskyldunni í hræðileg fjárhagsleg vandræði. Lynette hættir í vinnunni sinni til þess að hjálpa Tom að reka pizzastaðinn. Lynette þarf að reka staðinn þegar Tom þarf að hætta vegna bakmeiðsla. Hún ræður nýjan framkvæmdarstjóra, Rick, sem hún verður hrifin af. Hún borðar með honum áður en hún fer heim á kvöldin. Eitt kvöldið er staðurinn rændur og Lynette og Rick eru læst inni í frystinum yfir nóttina. Tom skoðar síðan myndband úr öryggismyndavél og sér þau inni í frystinum og verður hann þá tortrygginn um samband þeirra. Hann fer með Rick í hádegismat og spyr hvort að hann sofi hjá konunni sinni, og Rick segir nei, en Tom segir honum að hann þurfi samt sem áður að hætta. Þá segir Rick Lynette að hann beri tilfinningar til hennar sem leiðir til þess að hún þarf að reka hann svo að ekkert gerist á milli þeirra sem gæti eyðilagt hjónaband hennar og Tom. Hún er mjög óánægð í hjónabandinu með Tom. Hann reynir að plata hana til þess að tala við „vin“ sinn sem í raun er hjónabandsráðgjafi. Lynette rífst við Tom heima og hann ýtir henni af rúminu og hún lendir með hausinn í náttborðinu og fer hann með hana á spítalann til þess að athuga með heilahristing. Á spítalanum segja þeir Lynette að hún sé líklegast með krabbamein. Eftir að greiningin er staðfest kemur móðir Lynette til hennar og hjálpa henni að berjast við krabbameinið.
Saga Bree
[breyta | breyta frumkóða]Bree Van de Kamp og Orson Hodge trúlofast í byrjun þáttaraðarinnar og giftast í öðrum þættinum. Stuttu áður en þau leggja af stað í brúðkaupsferðina fær Bree áfall þegar hún sér umfjöllun umson sinn, Andrew, í sjónvarpsþætti um heimilislaust fólk. Hún hættir við brúðkaupsferðina og fer að finna Andrew en hann tekur á móti henni með reiði og mótþróa þegar hún finnur hann í súpueldhúsi. Eftir að Bree kemur heim sér Orson hvað Bree hefur mikið samviskubit og fer sjálfur að leita að Andrew. Honum tekst að finna hann og býður honum í hádegismat. Andrew snýr heim daginn eftir og þakkar Orson fyrir og byrjar hægt og rólega að sættast við Bree. Fjölskyldan ákveður að leyfa Andrew að fara í leiklistarbúðir.
Stóra ráðgáta þáttaraðarinnar snýst um fortíð Orsons, sem inniheldur fyrstu konuna hans, Ölmu, og myrta konu að nafni Monique Pollier. Persónuleg málefni Orsons flækja húsmæðurnar inn í málið. Það kemur hægt og rólega fram að fyrrverandi kona Orsons var kona sem hét Alma og ætlaði hún að yfirgefa eiginmann sinn. Það er ráðgáta hvernig hjónaband þeirra endaði en Bree veltir því fyrir sér hvort hann hafi myrt hana. Lögreglan finnur lík konu og halda þeir að það sé Alma en komast loks að því að þetta er hjákona Orsons, Monique. Uppgvötunin á símanúmeri Mikes skrifað á handlegginn á þeirri myrtu leiðir grun lögreglunnar að Mike, sem á endanum er handtekinn.
Móðir Orsons, Gloria, flytur inn til hans og Bree á svipuðum tíma og Alma snýr aftur á lífi og í góðu formi (hún fór frá Orson vegna framhjáhalds hans). Það kemur seinna fram að símanúmer Mikes var á handlegg Monique vegna þess að hún átti í vandræðum með lagnirnar. Það kemur einnig fram að Gloria drap Monique í „sjálfsvörn“ eftir að hún sagði Monique að halda sig frá Orson. Orson er dópaður upp og nauðgað af Ölmu en áttar sig loks á því að hann mun aldrei koma aftur til hennar. Gloria læsir Ölmu inni á háaloftinu og reynir að drepa Bree. Bree, sem hefur fundið sönnunargögn um dauða Monique (poki fullur af tönnum úr henni), dettur úr stiga þegar hún er að reyna að ná tannapokanum og fær heilahristing. Alma sleppur af háaloftinu en aðeins til þess að detta niður af þakinu og deyja. Gloria reynir að drepa Bree en Andrew bjargar henni; hann kom snemma heim af opnun pizzastaðarins hjá Tom vegna þess að Danielle kom og sagðist ekki þurfa að vera hjá Bree lengur vegna þess að Gloria hafi komið og ætlað að sjá um hana. Eftir að Andrew flýtir sér heim rotar Gloria hann og reynir enn og aftur að drepa Bree. Orson kemur síðan og bjargar Bree og Gloria fær hjartaáfall og veldur því að hún er alveg lömuð í líkamanum en með heilann í lagi. Orson heimsækir hana einungis til þess að hún sjái hann ganga út um dyrnar í síðasta skipti. Orson notar líka plat-sjálfsmorðsbréf skrifað af Ölmu og pokann með tönnunum til þess að losa Mike af öllum grun. Bree og Orson fara loksins í brúðkaupsferðina sína.
Marcia Cross (Bree) sást ekki í síðustu þáttunum vegna þess að hún var í barneignarfríi. En í lok þáttaraðarinnar kemur Bree aftur og öllum að óvörum, ólétt. Bree þykist vera ólétt til þess að fela alvöru óléttu dóttur sinnar, Danielle. Við sjáum Bree fjarlægja poka, sem hún notaði til þess að sýnast vera ólétt. Hins vegar er Danielle falin á stað langt í burtu. Bree og Orson hyggjast fela óléttu Danielle og ala upp barnið hennar sem þeirra eigið.
Saga Gabrielle
[breyta | breyta frumkóða]Gabrielle Solis og eiginmaður hennar, Carlos, skilja snemma í þáttaröðinni. Í fyrsta þættinum er staðgöngumóðirin þeirra, þernan Xiao-Mei, sett í rúmið vegna óléttunnar. Gabrielle er ófúsi — og viðbjóðslegi — umsjónarmaður, og hótar Xiao-Mei að hún þurfi að fara aftur til Kína í hvert skipti sem hún er of kröfuhörð. Xiao-Mei fæðir barnið í öðrum þættinum en þá kemur fram að vegna mistaka er það ekki barn Carlos og Gabrielle, heldur er það svart barn. Fósturvísirinn þeirra hafði víxlast við einhvern annan og lent hjá öðru pari. Xiao-Mei flytur inn í íbúð eftir fæðinguna, sem Carlos og Gaby borga fyrir. Á meðan skilnaðurinn hjá Carlos og Gaby stendur yfir reynir hún að hitta aðra menn. Eftir að skilnaðurinn hefur gengið í gegn byrjar Gaby að kenna ungum stúlkum hitt og þetta um fyrirsætustörf með fyrrverandi stílistanum sínum, Vern. Faðir einna stelpanna, Amy Pearce, er ekkill að nafni Bill og byrja hann og Gabrielle rómantískt samband. En stuttu eftir að þau byrja saman kemst Gabrielle að því að hún á leyndan aðdáanda. Hún heldur að aðdáandinn sé Carlos að reyna að eyðileggja samband hennar og Bill en það kemur seinna fram að aðdáandinn var Zach Young, sem nú er milljarðamæringur (afi hans dó og eftirlét honum allt sitt veldi). Gabrielle þolir hann ekki en þegar Susan biður Gaby um að fá Zach til þess að borga lögfræðing fyrir Mike samþykkir hún að fara á stefnumót með honum. Zach og Gabrielle verða „vinir“ en þegar hún snýr sér að öðrum mönnum verður hann ofbeldisfullur. Hann byrjar að eyðileggja sambönd hennar, sem á endanum leiðir til þess að hann lýgur um að þau hafi sofið saman. Carlos kemur upp um málið og segir að hún myndi muna eftir því að hafa sofið hjá honum. Þá biður Zach hennar en Gabrielle hendir honum út. Stuttu eftir það byrjar hún með Victor Lang, stjórnmálamanni í framboði til bæjarstjóra, og þau giftast. En þegar Gaby leitar að Victor í brúðkaupsveislunni til þess að kynna hann fyrir Bree og læðist hún inn í herbergi þar sem hún heyrir Victor og föður hans vera að ræða það hvernig hann fékk Gaby til þess að giftast sér; hann vildi aðeins giftast henni til að tryggja sér atkvæði minnihlutahóps. Svo tala þeir um að Victor sé eiginmaðurinn núna og taki allar ákvarðanir. Gaby fer og finnur Carlos einnig leiðan inni í herbergi. Þau kyssast og það er ýjað að því að þau hafi sofið saman.
Saga Edie
[breyta | breyta frumkóða]Edie Britt er enn reið út í Susan. Eftir að það var keyrt á Mike var Edie alltaf á spítalanum og sannfærir Mike um það að Susan hafi komið hræðilega fram við hann. Hún lætur Mike einnig trúa því að hann hafi aldrei elskað Susan og að hann hafi verið ástfanginn af Edie síðan hann sá hana fyrst.
Susan ætlar að hitta Mike og sér hann og Edie vera að gera það í sjúkrahúsrúminu og hleypur Susan út. Þetta veldur því að það er enn meiri spenna á milli hennar og Susan. Að lokum byrja Mike og Edie saman en það samband er ekki langlíft. Eftir að Mike losnar af spítalanum er hann handtekinn fyrir morðið á Monique Pollier og Edie hættir með honum. 18 ára frændi Edie, Austin McCann (John Henderson), flytur til hennar í byrjun þáttaraðarinnar. Dóttir Susan, Julie, þolir hann ekki í byrjun, en að lokum er neisti á milli þeirra. Eftir að hafa setið í gegnum gíslatöku í stórmarkaðnum byrja þau saman, Susan til mikillar skelfingar. Edie varar Julie við Austin en hún sefur hjá honum þrátt fyrir það. En Julie veit ekki að Austin heldur fram hjá henni með Danielle. Julie lætur Edie þykjast vera mamma sín svo að hún geti útvegað henni pilluna án þess að Susan komist að því. Sonur Edie, Travers, er hjá henni í mánuð og biður hún Carlos um að passa einstöku sinnum. Þeim kemur vel saman og Edie verður fljótt hrifin af Carlos og reynir við hann. Þau byrja saman en Edie hefur áhyggjur af því að það sé bara vegna Carlos. Hún ræður lögræðing til þess að fá sameiginlegt forræði yfir syni sínum en Carlos fær hana til þess að hætta við það og sannfærir hana um að hann verði ennþá hjá henni þegar Travers er farinn. Eftir að Travers fer til pabba síns vill Edie að Carlos flytji itl hennar. Carlos og Mike deila saman húsi en þegar Mike flytur inn til Susan tekur Carlos við leigusamningnum hjá frú Simms, sem býr á hjúkrunarheimili. Edie heimsækir hana og segir henni svo að Carlos sé alkahólisti, noti eiturlyf og hyggist nota húsið hennar sem stað til þess að hitta hórur. Frú Simms riftir samningnum við Carlos og sonur hennar segir honum að hann sé rekinn úr húsinu. Edie býður Carlos stað til að búa á en hann grunar að hún hafi átt einhvern þátt í þessu öllu saman. Hann verður reiður þegar hann kemst að því að hún laug að öðru fólki til þess að fá hann til þess að flytja inn til sín. Hún segir honum síðan að hún gæti verið ólétt. Eftir að þau komast að því að hún er ekki ólétt leggur hún til að hann verði hjá henni og þau reyni að eignast barn. Hún byrjar á pillunni vegna þess að hana langar ekki að eignast börn með honum nema hann elski hana. Þegar Carlos leitar í veskinu hennar að peningum til þess að borga blaðadrengnum finnur hann getnaðarvörnina hennar Edie. Í brúðkaupi Gabrielle segir Carlos Edie að hann viti um pillurnar og hún reynir að biðjast afsökunar en hann fyrirgefur henni ekki. Í enda þáttaraðarinnar sést Edie loka bréfi sem er til hennar „ástkæra“ Carlos og hún hengir sig í slæðu.
Saga Mary Alice
[breyta | breyta frumkóða]Andi Mary Alice heldur áfram að fylgjast með hverfinu og talar yfir þættina. Í sextánda þættinum, Eiginmaðurinn minn, svínið, (e. My Husband, the pig) kemur dáinn eiginmaður Bree, Rex Van de Kamp (Steven Culp), í staðinn fyrir Mary Alice, sem kemur aftur til þess að tala yfir þáttinn frá sjónharhorni karlmanns.
Lynette Scavo dreymir oft um síðasta skiptið sem hún talaði við Mary Alice, sem gerðist nokkrum mínútum áður en hún skaut sig. Lynette kvelur sig yfir því að hafa ekki reynt að bjarga Mary Alice. Eftir gíslatökuna þar sem tveir voru drepnir og Lynette var skotin í handlegginn, dreymdi hana síðasta drauminn um Mary Alice. Þá svaraði Mary Alice að Lynette að hún gæti ekki hjálpað sér en hún gæti gert annað. Að njóta þessa fallega dags sem var þá. Mary Alice talar yfir þáttinn og segir: „Þetta var í síðasta skiptið sem Lynette dreymdi mig og hennar vegna er ég þakklát“.