Þorgeir (landnámsmaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorgeir var landnámsmaður yst á Gjögraskaga eða Flateyjarskaga, milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa, og nam hann land í Þorgeirsfirði og Hvalvatnsfirði, sem einu nafni kallast Fjörður.

Þorgeirsfjörður er kenndur við Þorgeir landnámsmann og hefur landnámsjörð hans verið þar, líklega Þönglabakki, en annars hefur Landnáma enga vitneskju um Þorgeir þennan, hvorki fyrri heimkynni hans né afkomendur.