Þorgeir Ásgrímsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorgeir Ásgrímsson var íslenskur landnámsmaður á Rangárvöllum og bjó í Odda. Ásgrímur faðir hans bjó á Fíflavöllum á Þelamörk.

Í Landnámu segir að Ásgrímur hafi neitað að gjalda Haraldi hárfagra skatt og hafi konungur þá látið Þórorm frænda sinn drepa hann. Þorgeir var þá aðeins tíu ára en Þorsteinn, eldri bróðir hans, var í víkingaferð. Þegar hann kom heim fór hann og brenndi Þórorm inni og rændi bú hans. Síðan hélt hann til Íslands ásamt Þorgeiri bróður sínum og Þórunni móðursystur þeirra. Þau urðu öll landnámsmenn; Þorsteinn nam land fyrir ofan Víkingslæk og bjó í Skarði en Þórunn nam Þórunnarhálsa.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnáma á snerpa.is“.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.