Þallarbarrlús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þallarbarrlús
Adelges tsugae á þöll
Adelges tsugae á þöll
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Skortítur (Hemiptera)
Yfirætt: Phylloxeroidea
Ætt: Barrlýs (Adelgidae)
Ættkvísl: Adelges
Tegund:
A. tsugae

Tvínefni
Adelges tsugae
(Annand, 1928)

Þallarbarrlús (fræðiheiti: Adelges tsugae) er tegund af skortítuættbálki (Hemiptera), upprunnin í Austur-Asíu. Hún nærist með því að sjúga safa úr þöll og grenitrjám. Í upprunalöndum sínum er hún ekki alvarleg plága vegna þess að fjölda hennar er haldið niðri af náttúrulegum rándýrum og sníkjudýrum og mótstöðu hýslanna. Í austurhluta Norður-Ameríku er hún eyðileggjandi plága sem ógnar skógarþöll og fagurþöll.

Hún finnst einnig í vesturhluta Norður-Ameríku, þar sem hún hefur líklega verið til staðar í þúsundir ára. Í vesturhluta Norður-Ameríku leggst hún aðallega á marþöll og veldur aðeins minniháttar skemmdum vegna náttúrulegra óvina og mótstöðuþols. Tegundin var flutt til Norður-Ameríku fyrir slysni frá Japan og fannst fyrst í austur-Bandaríkjunum nálægt Richmond í Virginíu árið 1951. Pláguna er nú að finna frá Norður-Georgíu, að strönd Maine og suðvesturhluta Nýja-Skotlands í Kanada. Frá 2015 hafa 90% útbreiðslusvæðis skógarþallar í Norður-Ameríku orðið fyrir áhrifum þallarbarrlúsar.

Einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Fullvaxinn einstaklingur er venjulega 0,8 mm langur og egglaga. Þetta litla, brúnleita skordýr hefur fjóra þráðlaga munnlimi sem leggjast saman í sogrör sem hún notar til að sjúga næringu úr sáldæðum (e. parenchymatic). Það sprautar stundum eitri á meðan það nærist. Uppþornun af þessum völdum getur látið trén tapa barri og stöðvað vöxt. Þallir sýktar af þallarbarlús verða oft grágrænar í stað þess að vera dökkgrænar. Í norðurhluta útbreiðslusvæðisins deyr tréð 4 til 10 árum eftir árás. Tré sem lifa af bein áhrif sýkingar eru yfirleitt veikburða og geta að dáið af afleiddum orsökum.

Nærvera þallarbarrlúsar er greinanleg af eggjapokum sem líkjast litlum bómullarhnoðrum neðan á greinum þalla. Í Norður-Ameríku fjölgar þallarbarrlús sér kynlaust og getur fengið tvær kynslóðir á ári. Báðar kynslóðir eru með meyfæðingar. Í upprunalegu umhverfi þeirra í Asíu á þriðja kynslóðin (kölluð sexupera á ensku) sér stað. Þessi kynslóð krefst tegundar af greni sem ekki er til í Austur-Bandaríkjunum, og deyr því, en á svæðum í Vestur-Virginíu hefur fundist árið 2017 mikið af þessu formi. Hver lús getur verpt á milli 100 og 300 eggjum í eggjapokum undir greinum. Lirfur koma að vori og geta dreifst á eigin vegum eða með aðstoð vinda, fugla, eða spendýra. Á gyðlustigi er hún hreyfingarlaus og sest á einu tré.[1]

Varnaraðferðir[breyta | breyta frumkóða]

Í skógi[breyta | breyta frumkóða]

Helsta líffræðilega vörn við þallarbarrlús er Pseudoscymnus tsugae. P. tsugae er svört bjöllutegund sem er tiltölulega matvönd; aðeins er vitað um þrjár barrlúsategundir sem hún étur, þar á meðal þallarbarrlús. Þessi bjalla fannst 1992 að éta þallarbarrlús í Japan. Frá 1995 hefur DCNR Bureau of Forestry dreift hundruð þúsunda fullorðinna bjalla á svæði þallarbarrlúsar í þallarskógum austur-Bandaríkjanna til að meta árangur hennar á að stjórna útbreiðslu þallarbarrlúsarinnar. Frá 1995 til 1997 sýndu tilraunir í Connecticut og Virginíu að fullorðnar bjöllur P. tsugae leiddu til 47 til 88% lækkunar í barrlúsaþéttleika á innan við 5 mánuðum. Lífsferill bjallanna er samsíða lífsferli barrlúsanna. Báðar verpa eggjum að vori og klekjast næstum samtímis. Þegar þær eru klaktar út eru lirfur P. tsugae mjög hreyfanlegar og nærast á eggjum þallarbarrlúsa og lirfum. Hver lirfa P. tsugae getur étið um 500 barrlúsaegg eða næstum 100 gyðlur.

Laricobius nigrinus er önnur ránbjalla notuð sem líffræðileg stjórn á Adelges tsugae. Tegundin er innfædd í vesturhluta Bandaríkjanna og Kanada og vitað er að hún veiðir eingöngu barrlýs. Fullorðnar L. nigrinus verpa eggjunum ofan á barrlúsalirfur í dvala að vori, og við klak nærast bjöllulirfurnar á barrlúsunum.

Einnig rannsökuð er Laricobius osakensis frá Japan, ættingi L. nigrinus. Þær hafa verið lofandi í rannsóknum.[2]

Stök tré[breyta | breyta frumkóða]

Umhverfisvænustu efnastjórnunaraðferðirnar til að meðhöndla einstök tré eru óeitruð skordýrasápa og garðyrkjuolía. Því eru úðað á barr og kæfir það skordýrin þegar það þornar. Flest tré þarf að meðhöndla árlega.

Langvarandi eða hörð frost virðast halda þallarbarrlús niðri.[3] Eftir veturinn 1999-2000 hafði töluvert af þallarbarrlús horfið og trén byrjuð að vaxa eðlilega aftur í Connecticut. Þetta endurtók sig eftir langvarandi vetur 2013–2014, tímanlega til að bjarga mörgum þallarskógum.

Rannsókn vísindamenna sýnir að þallarbarrlús geti drepið tré á 9 árum eða hraðar í norðaustri.[4] [5] Útbreiðsluhraði þallarbarrlúsar (2007) virðist vera 15,6 km/ári í Suður-Pennsylvaníu og 8,13 km/ári (eða minna) í norðurhluta útbreiðslusvæðisins.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Havill, N.P; og fleiri (2011). Implementation and Status of Biological Control of the Hemlock Woolly Adelgid (PDF). bls. Chapter 21.
  2. Siddig, A.A.H.; og fleiri (2016). „Assessing the impacts of the decline of Tsuga canadensis stands on two amphibian species in a New England forest“. Ecosphere.
  3. Talbot Trotter, R.; Shields, Kathleen S. (29. maí 2009). „Variation in Winter Survival of the Invasive Hemlock Woolly Adelgid (Hemiptera: Adelgidae) Across the Eastern United States“. Environmental Entomology. 38 (3): 577–587. doi:10.1603/022.038.0309. ISSN 0046-225X.
  4. „Science Daily: Hemlock Trees Dying Rapidly, Affecting Forest Carbon Cycle“. University of Toronto.
  5. Rentch, J.; Fajvan, M.A.; Evans, R.A.; Onken, B. (2008). „Using dendrochronology to model hemlock woolly adelgid effects on eastern hemlock growth and vulnerability“ (PDF). Biological Invasions. 11 (3): 551–563. doi:10.1007/s10530-008-9270-x. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 6. mars 2012.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.